Jörð - 01.08.1933, Page 37
JÖrð] KRISTUR Á VEGUM INDLANDS 25
hlutfallsgrundvöll. Það hefði í för með sér, að í raun og
veru fengju færri Indverjar aðsetursleyfi í Ameríku en
áður; því að nú fá hér um bil átta til níu hundruð slíkt
leyfi árlega, fyrir atbeina ameríska ræðismannsins í Kal-
kútta. En breytingin mundi lækka tölu þeirra, sem leyfi
fengju, niður í hér um bil fjóra alls. Myndi yður þá ekki
finnast, að vér hefðum gert Indlandi órétt, með því að
koma því á hlutfallsgrundvöll ?« Hann svaraði: »Vér Ját-
um oss engu skifta, hve margir af löndum vorum fara til
Ameríku. Vér óskum ekki eftir, að þeir fari; en fari þeir,
þá viljum vér ekki, að þeim sé misboðið vegna þjóðernis«.
Sannreyndin er sú, að þeir eru miklu fleiri en tvö
hundruð og fimmtíu, sem eru nú fluttir á laun til Amer-
íku yfir landamæri Mexíkó og Kanada og vér getum eng-
ar bætur á því ráðið. Vér getum engri þvingun komið að
við stjórnir Kanada og Mexíkó, svo að þær stöðvi þennan
ólöglega innflutning. Því að málið er alltof viðkvæmt
til þess að semja um það, og stjórnir þessara landa
eru alls ekki þess sinnis, að þær hjálpi oss til þess að
stöðva innflutninginn. Skammsýni þingsins hefir blekkt
það og komið oss í enn meiri vandræði gegn innflytjenda-
straumnum heldur en áður. En ég berst ekki fyrir breyt-
ingu á lögunum vegna þess, að hún er oss sjálfum í hag-
inn, né vegna þess, hver áhrif þau hafa á kristniboðið,
heldur vegna hins, að það er kristilegt að breyta við aðrar
þjóðir, eins og vér viljum, að þær breyti við oss.
Það hefir verið sagt, að það myndi verða meira virði
að nema lög þessi úr gildi, heldur en að senda enn eitt
hundrað og fimmtíu trúboða til Austurlanda. Mér er næst
að hyggja, að réttara sé að taka dýpra í árinni og segja,
að á starfssviðunum sumum er því svo farið, að þeir trú-
boðar, sem eru þar nú, verða annaðhvort að bíða átekta
þangað til lögin verða numin úr gildi, eða vinna hylli
manna í trássi við þá staðreynd, að þeir eru Ameríku-
menn. Mér er þungt í huga, er ég fer aftur til Austur-
landa, því að ég veit, að ég mun verða að afsaka fram-
komu ættjarðar minnar gegn þeirri fósturjörð, sem hefir
3*