Jörð - 01.08.1933, Síða 38
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
Sö
[Jörð
tekið mig á arma sína. Þetta mun koma fram á hvei-jum
opinberum fundi í spurningatímanum, í hér um bil hverju
einkasamtali og í allri afstöðunni, sem breytist í óvin-
gjarnlegt tómlæti. Löggjöf þessi hefir brotið armleggi
vora, er vér réttum þá út í vinsemd og góðvild til þjóða
Austurlanda; og þó var það frá Asíu, sem vér fengum liið
eina, sem hefir sannarlegt verðmæti í menningu vorri og
sem vér gjörum oss von um, að frelsi oss — Krist.
Hindúar hafa uppgötvað, að Jesús mat manninn, án þess
að miða við kynflokk og fæðingu og hörundslit; að hann
mat manninn sem mann og trúði á heilagleik manndóms-
ins sem slíks. Þeir vita, að hann var »litblindur« og að sú
sýn, sem hann sá, og hafði að markmiði að gera aðra
skyggna á, var, að það er »einn kynflokkur, einn litur og
ein sál í mannkyninu«. — í hinu hvíta ljósi þessarar hug-
sýnar dæma Indverjar oss. Indverji nokkur greindi mér
frá sögu þessari um uppruna hvíta mannsins: »Guð spurði
mann þann, sem nú er hvítur, hvað hann hefði gert við
bróður sinn, og varð hann þá hvítur af ótta«. Lesið bókina
»The Black Man’s Burden«*) og þér munuð komast að
þeirri niðurstöðu, að það er svo mikill sannleikur í frarn-
angreindri sögu, að broddur líkingarinnar stingur djúpt.
C. F. Andrews skrifar: »Menntaður hindúi, sem
er mér kunnur, sagði við mig: ,Sjáið þér ekki, hvað er að
gjörast? Herra S....rífur niður verk yðar hraðar en þér
getið byggt það upp. í hvert sinn, er hann kallar oss svert-
ingjaræfla, verða trúarbrögð yðar fyrir högginu; því að
þér kennið oss, að stéttaskiftingin sé syndsamleg, en þér
kristnir menn komið á sama tíma upp sjálfum yður til
handa hvítri stétt.’«
Ég gæti ekki, þó ég ætti lífið að leysa, séð neinn veru-
legan mun milli þessarar hvítu stéttar, sem vér erum að
koma oss upp og Bramanastéttarinnar indversku, nema
að hvítra manna stéttin er grundvölluð á hörundslit, sem
menn fæðast með af tilviljun; en hin stéttin er grundvöll-
*) Frb. ðö bla(e)kk ma(e)ns bö(r)den; þýðir: byrði svarta
mannsins. Ritatj,