Jörð - 01.08.1933, Page 39
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
87
Jörð]
uð á þeirri tilviljun, inn í hvaða fjölskyldu menn fæðast.
Báðar stéttirnar eru grundvallaðar á tilviljunum við fæð-
ingu. Sé nokkur sannur munur er hann sá, að hugmynd
sú, sem Bramanastéttin reisir rök sín á, er samkvæm trú-
arbrögðum Bramanans og löghelguð af þeim; en rök vor
fyrir réttmæti hvítra manna stéttar eru beint andstæð trú
vorri og hafa hlotið áfellisdóm hennar. Vor stéttaskifting
er þess vegna andstyggilegri og vítaverðari en hin. Hvor-
tveggja ætti að hverfa.
Gamall indverskur heimspekingur, sem er skarpskyggn,
en vingjarnlegur, Bara Dada, bróðir Rabindranath Ta-
gore, sat kvöld nokkurt og talaði við mig tímunum saman
um þetta efni. Hann kvað upp sinn dóm og sagði með al-
vöruþunga: »Jesús er til fyrirmyndar og hann er dásam-
legur; en þér kristnir menn — þér eruð ekki líkir honum«.
Ef vér yrðum líkir honum, ef vér öðluðumst anda hans
og lífsviðhorf, hvað myndi þá gerast? Hindúi, sem flutti
fyrirlestra um uppeldismál, var að halda ræðu yfir upp-
eldisfræðingum á Suður-lndlandi; hvarf hann þá í bili frá
efni ræðu sinnar og sagði: »Ég sé, að töluvert margir af
yður, sem á mig hlýðið, eruð kristnir. Nú er ég ekki að
halda fyrirlestur um trúarleg efni, en mig langar að gera
hlé á ræðu minni til þess að segja, að ef að þér kristnir
menn lifðu yfirleitt líkt og Jesús Kristur, myndi Indland
sitja við fótskör yðar þegar á morgun«. Hann sagði hreín-
an sannleikann án þess að ýkja.
Annar Hindúi lét sörnu skoðun jafn eindregið í ljós, en
með öðrum orðum. Hann var æðsti dómari í þarlendu ríki
og var fundarstjóri á fundi hjá mér. Eftir ræðu mína á-
varpaði hann áheyrendurna með þessum orðum: »Þér
hafið heyrt í kvöld, hvað í því felst að vera kristinn mað-
ur. Ef það er að líkjast Kristi, vona ég, að þér munið allir
verða kristnir menn í líferni yðar«. Þá sneri hann sér til
vor, sem kristnir vorum og sagði: »Ég hefi eitt orð að
segja við yður: Ef þér kristnir menn hefðuð í lífi yðar
verið líkari Jesú Kristi, myndi hafa orðið miklu fljót-
gerðara að snúa Indverjum til kristinnar trúar«. Þetta
voru orð í tíma töluð og í hreinskilni sögð.