Jörð - 01.08.1933, Page 40
38
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[Jör6
Þessi dómur, sem Austurlönd kveða upp yfir Vestur-
löndum í ljósi persónu Jesú, er öfluglega orðaður í ljóð-
línum, sem bengalskt skáld reit á Jóladag og sendi vini
mínum C. F. Andrews:
»Stórmannlegi Kristur! Vér, sem erum ekki kristnir,
beygjum oss á þessum sæla degi, fæðingardegi þínum,
fyrir þér. Vér elskum og tilbiðjum þig, vér ókristnir menn,
því að þú ert Asíu tengdur blóðböndum.
Vér hinn lítilsigldi lýður í stóru landi, erum negldir á
þrældómskross. Vér horfum þöglir upp til þín, sem ert
meiddur og særður af sérhverri kvöl, sem vér erum beittir.
— Yfirstjórn erlendra er oss þyrnikóróna; vor eigin
stéttaskifting er píslarbekkurinn, sem vér liggjum á.
Heimurinn er skelfdur yfir jarðhungri Evrópu. Yfir-
drottnunarstefnan dansar í örmum Mammons með van-
heilagri kæti. Nornimar þrjár — styrjar-girnd, valda-
girnd, gróða-girnd — halda svall-veizlur sínar á kulnuð-
um armi Evrópu.
Það er ekkert rúm fyrir þig þama í Evrópu. Kom þú,
Drottinn Kristur, far þaðan. Tak þér stöðu í Asíu — landi
Búddhu, Kabírs og Nanaks. Við að sjá þig, mun sorg-
þyngdum hjörtum vorum létta. ó, kennandi kærleikans!
Kom inn í hjörtu vor og kenn oss að finna til þjáninga
annara, að þjóna líkþráum og paríum*) með kærleika sem
umlykur allt«.
Þetta ákall skáldsins er jafn máttugt til dómsáfellis og
eggjunar, þó að vjer hefðum viljað óska, að hann hefði
ekki sagt að Kristur ætti að fara burt, heldur í þess stað
beðið hann að kafa dýpra inn í líf Vesturlanda. Kom,
Drottinn Kristur, far þaðan? Nei, Drottinn Kristur, far
ekki frá oss! Því að hjörtu vor eru líka sorgþyngd. Og séu
Austurlönd krossfest á þrældómskrossi, þá erum vér í
Vesturlöndum krossfestir á efnishyggjukrossi. Vér þörfn-
umst þín bæði á Austur- og Vesturlöndum — lífið er í
veði.
Þessi dómur Austurlanda er hróp, sem kallar oss aftur
*) Stéttleysingjum.