Jörð - 01.08.1933, Page 41
KRISTUR A VEGUM INDLANDS
3:)
Jörð]
til vors eigin Meistara og Drottins. Þess vegna tökum vér
honum með þökkum. Hann rykkir oss úr notalegri sjálfs-
ánægjunni. Hann er jarðskjálfti, sem verður oss ekki
að bana, heldur leysir oss úr læðing. Hann er engillinn,
sem lýstur oss og segir: »Rísið upp«. Þessi róttæka að-
finningasemi Austurlanda er guðsblessun til þess að koma
í veg fyrir, að vér föllum í svefn, eftir að vér höfum tekið
of stóran skammt af því deyfilyfi, sem heitir efnisleg vel-
gengni. Hún er Guðs eigin raust, sem talar til vor. Vér
erum vaktir af henni, sem af hnífstungu.
Eftirfarandi saga sýnir, hvað ég á við. Indverskur
læknir, kristinn, kom að heimsækja mig einn morgun til
trúboðsstöðvar, sem var langt uppi í fjöllum. Hann sagð-
ist vera mjög órór og sagði mjer sögu sína á þessa leið«:
»Ég var skipslæknir. í Honkong*) kynntist ég parsa, sem
varð góður vinur minn. Einn dag sneri hann sér að mér
og; sagði: »Lifið þér hinu kristna lífi ?« »Það er ókleift«,
svaraði ég. »örðugt, enekki ókleift«,svaraði hann. »Því að
lifandi návist hans gefur yður kraft«. Mér skildist, að þó
að hann væri parsi, var hann kristnari maður en ég. Þeg-
ar skip mitt sigldi aftur af stað til Indlands, var vinur
minn, parsinn, á hafnarbakkanum til þess að kveðja mig.
Þegar skipið rann frá landi setti hann hendurnar upp að
munninum og hrópaði til mín yfir breikkandi bilið milli
skips og hafnarbakka: »Munið: Leitið fyrst ríkis Guðs
og réttlætis og þá mun allt hitt veitast yður að auki«. Sið-
an sé ég alltaf parsann og heyri hljóm raddar hans, þegar
hann hrópaði til mín setninguna: Leitið fyrst ríkis Guðs.
Minningin um þettahefur hertekið mig. Ég hefi ekki leitað
ríkis Guðs fyrst. Ég kem til yðar til þess, aðþérbiðjið með
mér«. Svo krupum við og hinn göfugi læknir gaf sig Guðí
á vald og áður en hann stóð upp var hugarstefna hans
samkvæm vilja Krists — og hann var sæll. Það fór svo,
að ríki Guðs varð honum hið fyrsta. En hugsum út i
*) Kínversk eyja undir yfirráðum Breta. Einhver fjölsóttasta
höfn í heimi.