Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 42
40
KRISTUR A VEGUM INULANDS
[,Törð
hversu öfugt það er, að parsi skyldi þurfa að vísa honum
á veginn.
Ég sé Austurlönd, — sem eru vöknuð og skilja í hvílíkri
hættu vér erum staddir vegna efnishyggju og kynþáttar-
drambs og vita, að vér getum svo bezt bjargað þeim, að
oss hafi sjálfum verið bjargað, — halda höndunum við
munninn og hrópa yfir djúpið milli Austur- og Vestur-
landa, sem er alltaf að breikka: »Leitið fyrst ríkis Guðs«.
Guð gefi, að þetta hróp hertaki oss og knýi oss til sinna-
skifta, eins og það hertók hinn indverska bróður minn og
knúði hann til þeirra. Með þessu móti einu getum vjer
snúið aftur og orðið aflögufærir og til bjargar.
Hvernig sakirnar standa hefir framsýnn, kristinn hugs-
uður og stjórnmálafrömuður sagt með þessum fáu orðum:
»Vér játum, að ástandið á Vesturlöndum er þannig, að
það heimtar ótvíræða og gagntæka auðmýkt af kristn-
um mönnum, og að djúp iðrun yfir þjóðar- og kynflokks-
hrokanum ætti að verða samfara öllu kristniboðsstarfi í
framtíðinni«.
Hinn mikli andi Indlands, Mahatma Gandhí gaf mér
hnittið en vingjarnlegt ráð, sem er alveg í samræmi við
þessi hugrökku orð hins kristna hugsuðar. Er ég átti tal
við hann einn dag, sagði ég: »Mahatma Gandhí! Mér
brennur í brjósti sú hugsjón, að Kristindómurinn öðlist
þegnrétt á Indlandi, svo að hann verði ekki lengur erler.d-
ur hér, og í hugum Indverja óaðskiljanlegur frá erlendri
þjóð og erlendri stjórn, heldur samofinn indversku þjóð-
lífi; kraftur, sem lyftir þjóðinni og verður henni til við-
reisnar. Hvaða ráð getið þér gefið oss til þess, að þetta
geti orðið?« Hann varð hugsi og svaraði með alvöru: »Ég
get í fyrsta lagi gefið það ráð, að þér allir kristnir menn,
trúboðar og aðrir, takið að líkjast Kristi meira í líferni
yðar«. Meira hefði hann ekki þurft að segja. — Þetta var
alveg nægilegt. Ég vissi að hinar þrjú hundruð miljónir
Indlands horfðu á oss augum hans, og hinar þögulu milj-
ónir Austurlanda sögðu með rödd hans við mig vestræn-
an mann og þar með við alla Vesturlandabúa: »Ef þér
komið til vor í anda meistara yðar getum vér ekki veitt