Jörð - 01.08.1933, Page 43
Jörð] KRISTUR A VEGUM INDLANDS 41
yður viðnám«. Aldrei hefir verið beint róttækari áskorun
til Vesturlanda en þessari og aldrei hefir hún verið borin
fram með einlægari hug. »í öðru lagi«, sagði hann, »get
ég gefið það ráð, að þér fylgið trú yðar án þess að taka
fram hjá eða draga úr henni«. Þetta ráð er eftirtektar-
vert engu síður en hið fyrsta. Hinn mesti maður ókrist-
inn nú á dögum ræður oss að menga ekki Kristindóminn
eða draga úr honum; að koma ekki til ókristinna manna
með vanað fagnaðarerindi, heldur flytja það með þess
óbrotna einfaldleik og með hinum háu kröfum þess. En
hvað gjörum vjer? Það er eins og einhver hefir komizt
að orði: vér bólusetjum heiminn með »vægum« kristin-
dómi, svo að hann er nú í raun réttri ómóttæJcilegvr
gagnvart afdráttarlausum kristindómi*) Á stórum svæð-
um hins kristna heims eru menn bólusettir með »vægum«
kristindómi og hinn rétti kristindómur virðist mönnum
undarlegur og ómögulegur. Einhver hefir sagt: Kirlcja
vor er samsett af mönnum, sem yrðu jafnskelkaðir yfir
að vita, að efazt væri um sannindi Kristindómsins, eins
og yfir hinu að sjá þeim framfylgtíverkú.*) Mér brennur
ekki í brjósti sú hugsjón, að Indland taki væga kristni —
mín ósk er, að Indland taki hinu sanna. »í þriðja lagi get
ég gefið yður það ráð, að þér leggið áherzlu á kærleik-
ann; því að kærleikur er kjarni og lífsandi Kristindóms-
ins«. Hann átti ekki við kærleika sem tilfinningu, heldur
kærleika sem orkulind; hina einu raunverulegu orku i
siðgæðisheimi; og hann ætlast til, að henni sé beitt í við-
skiftum jafnt einstakra manna og félaga, kynflokka og
þjóða; hið eina, er getur haldið heiminum saman og frels-
að hann. Þegar hér var komið samtalinu, las ég fyrir
Gandhí 13. kapitula fyrra Korintubréfsins, og það er ekki
að furða, að þá komu tár í augu hans, mannsins, sem vér
vitum, að hefir svo næman skilning á eðli kærleikans. »í
fjórða lagi, get ég gefið yður það ráð, að þér rannsakið
trúarbrögð ókristinna manna og menningu með meiri
samúð, til þess að þér finnið hið góða, sem er í þeim, og
*) Auðkenning vor.
Ritstj.