Jörð - 01.08.1933, Side 44
42 KRISTUR A VEGUM INULANDS [Jörð
getið nálgast menn með dýpri skilningi og meiri samúð«.
Þetta er algjörlega rétt. Vér ætturn að vera þakklátir fyr-
ir sérhvern sannleika, hvar sem hann er, þar eð vér vit-
um að sérhver sannleikur er til leiðsagnar og bendir til
Jesú, sem er sannleikurinn*)
Þegar ég minntist á þessi fjögur atriði við háyfirdóm-
ara hæstaréttar á Norður-Indlandi, göfugan og geðfelld-
an kristinn Englending, varð honum að orði: »Hann hefði
alls ekki getað talið upp fjögur mikilvægari atriði. Þetta
hefði enginn getað sagt nema skilningsríkur vitsmuna-
maður«.
Þegar ég lagði þessa sömu spurningu fyrir annan þjóð-
ernissinna, um það, hvað vér þyrftum að gjöra, til þess
að afla Kristindóminum þegnréttar á Indlandi, svaraði
hann: »Þér þurfið að fá fleiri menn eins og ... og .
Hann nefndi tvo menn meðal trúboðanna, sem voru heit-
ir og einlægir í elskunni bæði til Krists og Indlands.
Mergurinn málsins í öllu, sem hefir nú sagt verið, er
þetta: Hvaðanæfa heymim vér ókristna menn segja, að
vér verðum að vera kristnir — en kristnir á stórmann-
legri og viðtækari hátt, en vér höfum hingað til verið.*)
Eitt orð enn til þess að koma í veg fyrir misskilning.
Einhverjir, sem litlar rnætur hafa á tilraunum til þess að
hefja upp þjóð, sem er ekki af þeirra eigin kynflokki,
kunna að vitna til þessa kapitula hér að framan til varn-
ar þeirri skoðun, að rétt sé, að vér skörum eldinum
einungis að eigin köku og unnum sízt öðrum að njóta
alls með oss. Með því móti gjöra þeir sig seka í
skaðvænlegri villu. Því að á þeirri stundu, sem vér hætt-
um að veita öðrum með oss, af því að vér getum ekki séð
neina von til endurgjalds oss til handa, á þeirri stundu
hættum vér að vera kristnir. Vér getum ekki verið kristn-
ir og látið hugsanir vorar og störf snúast einungis um
*) Auðkenning' vor.
Ritstj.