Jörð - 01.08.1933, Page 46
44
KRISTUR A VEGUM INDLANDS
[Jörð
í Rfkinu eru engin áttaskifti;
ekkert er þar, er sál frá sálu hrekur,
bræðralag yfir mannkyn gervallt tekur,
þvf Konungurinn er Mannssonurinn sjálfur.
»Því — maður er maður, sála sálu tengist«.
Svona hljóðar boðorð Mannsins sonar.
Meistari vor — vér beygjum oss með blygðun —
beygjum oss fús, til náms við fótskör þfna.
SJÖUNDI KAPITULI.
Spurningatfmlnn;
ÞAÐ var auglýst í einni háskólaborg Ameríku, að ég
myndi svara spurningum að loknum fyrirlestri, ef að á-
heyrendur óskuðu þess. í fundarsalnum urðu eftir að
loknum fyrirlestrinum margir stúdentar, bæði Ameríku-
menn og útlendingar, þar á meðal hindúar nokkurir, ind-
verskir menn. Þessir hindúastúdentar létu mig hafa hit-
ann í haldinu nokkurar klukkustundir. Mér varð að orði
við einhvern, eftir fundinn. »Þetta er í fyrsta skiftið, sem
mér hefir fundizt ég vera í raun og veru heima hjá mér
hér í Ameríku. Mér finnst eins og ég hafi verið heima á
Indlandi í kvöld«. Á Indlandi leyfum vér ókristnum
mönnum að bera upp spurningar eftir hér um bil hvern
fund, — og vér erum þá látnir hafa hitann í haldinu.
Þegar ég hóf upp þann sið að hafa spurningatíma á
fundum mínum í Indlandi, þá vissi ég að ég lagði í á-
hættu. Því að gáfur hindúans eru vorum engu minni, og
honum er unun að rökræðum. Auk þess sem búast mátti
við að öllu, sem vér segðum, yrði umbylt með margskon-
ar spurningum, var mér og alveg augljós önnur hætta.
Enginn getur skilið Kristindóminn, nema að hugur hans
sé kominn til þeirrar kyrrðar, sem gjörir mann móttæki-
legan fyrir siðferðileg og andleg sannindi. Og spurningar
feykja oft burt kyrrðinni, svo að hver stendur gegn öðr-
um í styrjarham. En vegna þess að vér urðum að berj-