Jörð - 01.08.1933, Síða 47
Jörð]
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
45
ast gegn svo miklum misskilningi og svo margvíslegum,
afbökuðum hugmyndum um Kristindóminn, fann ég að
oss var samt sem áður skylt að standa augliti til auglitis
við það allt saman og víkja eftir engri spurningu.
Ég myndi ekki hafa hætt á að gjöra þetta, hefðu mér
ekki verið gefin þegar í upphafi starfs míns ritningarorð,
sem mér hafa fundizt vera einkaávarp til mín: »Mín
vegna munuð þér leiddir verða fyrir landshöfðingja og
konunga, þeim og heiðingjunum til vitnisburðar. En er
þeir framselja yður, þá verið eigi áhyggjufullir um,
hvernig eða hvað þér eigið að tala, því að það mun verða
gefið yður á þeirri stundu, hvað þér eigið að tala; því að
ekki eruð það þér, sem talið, heldur andi föður yðar, er í
yður talax*«. Þessi fullvissun var mér nægileg. Ég trúði
henni. Ég gat ekki annað.
Oft volgnar mönnum innvortis í spurningatímanum,
en vér höfum reynt að gjöra oss far um að láta sarnræð-
urnar aldrei bi’eytast í helbei’ar hártoganir eða gjöra
mönnum illt í skapi. Að reiðast myixdi vera það sama sem
að bíða ósigur, því að vér erum ekki á Indlandi til þess
að vinna sigur í kappræðum, heldur til þess að vinna
menn. Ég minnist þess ekki, að menn hafi verið gramir
í geði eftir einn einasta fund. Vér höfum reynt að sýna í
framkvæmd, að það er hægt að ræða þessi viðkvæmu mál
með jafnaðargeði.
Spurningarnar eru afar margvíslegar, eftir því hverjir
bera þær fram, svo sem menn sem eru í öngum sínum og
leita í alvöru andlegra verðmæta; eða menn, sem spyrja
aðeins til þess að fá tækifæi'i til þess að hártoga og sýna
hve skarpir þeir séu í hugsun; eða einhverjir þeir sem
standa í andlegum efnum á milli þessara tveggja. Til þess
að menn geti séð, hverskonar spurningar Indverjar bei’a
fram, kem ég nxi með fáein dæmi; þau eru tekin hér um
bil af handa hófi úr mörgum hundruðum spurniixga, senx
hafa verið boi’nar upp fyrir mér:
Er Kristindómurinn trúarbrögð fyrir alla? Ef svo er, hvers
vcgna eru þá andstæðir flokkar innan Kristninnar? Kaþólskir