Jörð - 01.08.1933, Síða 49
47
Jörðj KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
andi á mikilsvirtan, kristinn Indverja, er sat innarlega í salnum
og spurði) : »Er herra J... hér sannur, kristinn maður?«
Álítið þér að það sé hægt að sameina Múhameðstrúna og- Krist-
indóminn? Jesús lifði mjög göfugu, mjög háleitu, mjög fullkomnu,
mjög syndlausu lífi, og- hann kvæntist ekki. Múhameð kvæntist. Ég
álít því, að vér getum, ef vér sameinum þessi tvenn trúarbrögð,
gjört Jesúm að kenningu trúarinnar og hugsjón, en Múhameð að
veginum.
Við tveir ungir menn höfum hlýtt á ræður yðar og- óskum að
verða kristnir. En af því að svo lítur út sem þér séuð heilagur
maður, langar okkur að reyna krafta yðar. Við skrifum þess vegna
ekki undir þetta bréf; — getið þér sagt okkur, hverjir við erum?
Hvers vegna eru kristnir menn með hálsbindi? Er ])að merki
kiossins eða aðeins siðvenja?
Vegna hvers eru konur í Kristninni í dýpstu niðui'lægingu? Þær
eru álitnar fyrirlitlegar; þær hafa. engin réttindi af neinni teg-
und. Öðruvísi er það í Múhameðstrúnni, því að þegar Múhameð
sagði: »Það sem henni er skylt að láta í té, er skylt að láta henni
í té«, þá hóf hann konuna í einu taki til jafnræðis við manninn?
Er þetta ekki framför — miðað við Kristindóminn? (Þessi spurn-
ing kom frá Múhameðstrúarmanni).
Ef sálir manna frelsast einungis við trúna á Jesúm, hvað mun
þá verða um þá, sem geta ekki trúað á fagnaðarerindi Jesú í ein-
lægni?
Hvernig- mun fara fyrir sálum þeirra, sem aldrei hafa fengiö
tækifæri til þess að heyra fagnaðarerindi Krists?
Ef ég líð fyrir misgjörðir mínar, og það er rétt fyrir Guði og
mönnum, að ég' líði, af hverju á þá maður að koma til mín í fá-
vizku sinni og hjálpa mér í nafni kærleikans? Mun hann ekki
gjöra mér ógreiða sér óafvitandi og berjast gegn áformum Guðs
og lögum náttúrunnar? Er ekki sá, sem vinnur að umbótum mann-
félagsins óvarkár ölmusugjafi?
Það hefir verið sagt, að Guð hafi ekki einu sinni eftir fall
mannsins yfirgefið hann, lieldur hugsað upp ráð til þess að hann
gæti hlotið aftur hina miklu sælu, sem hann hafði misst. Og hvert
er svo þetta ráð í raun og veru? Vér vitum það, Hann sendi son
sinn til þess að deyja fyrir mennina; en áður lét þó Guð lfða þús-
undir ára og miljónir svo, að miljónir manna dóu án allrar vonar
og fóru til kvalastaðar, sem heitir »Helvíti« og Guð hafði búið
þeim. Er nú þetta ekki gamlar kerlingabækur, eins og þær sem
fóstrur nota til þess að hræða smábörn?
Hvers vegna veitir hindúi Kristi viðtöku en hafnar Kristindóm-
inum?
Getur siðhreint lff, þó að þvf sé Hfað í tilfinningaauðgi, fullnægt