Jörð - 01.08.1933, Síða 51
Jörð] KRISTUR Á VEGUM INDLANDS 40
Hver er sú þrekraun, sem ég þarf að þola, ef hún er einhver,
til þess að skilja frelsandi kraft Krists?
Örðugustu stundirnar eru ekki, þegar ég hefi skrifaðar
spurningar fyrir framan mig, heldur á þeim fundum,
þar sem munnlegum spurningum rignir yfir mig eins og
skæðadrífu. Á einum fundinum lögðu um það bil 30 lög-
fræðingar fyrir mig allskonar flækjuspurningar og
reyndu klukkutímunum saman að hrekja það, sem ég
hafði sagt. En ritningargreinin mín hefir reynzt sönn.
Ég man ekki til að hún hafi brugðizt mér í eitt einasta
skifti þessi níu ár. Stundum hefir það staðið svo tæpt, að
engu mátti muna! Til dæmis stóð upp maður nokkur, eitt
kvöldið og spurði: Getið þér bent með fingrinum á ritn-
ingargrein, þar sem Jesús kallar sig sjálfur son Guðs?
Ekki þar sem lærisveinar hans eða einhver annar kallar
hann það, heldur þar sem hann kallar sig það sjálfur«.
Mér varð innanbrjósts eins og ég væri að sökkva. Ég sá
óglöggt fyrir mér hvar slík grein stóð,enéggat ekki mun-
að nákvæmlega, hvar hún var; og spyrjandinn bað um,
að ég benti á hana með fingrinum. Ég vék mér að Nýja-
testamentinu mínu með bæn um að finna versið. Þegar
ég opnaði bókina, var fyrsta versið, sem mér varð litið á
allt annað en það, sem ég var að leita að, sem sé það vers,
þar sem sagt er frá, að Jesús hittir manninn, sem hann
hafði læknað og spyr hann, hvort hann trúi á son Guðs.
Maðurinn svaraði: »Hver er sá herra, að ég geti trúað á
hann?« Jesús sagði við hann: »Þú hefir þegar séð hann
og það er hann, sem við þig talar«. Ég las þessi orð upp
og leit út fyrir, að ég hefði alltaf vitað um þau. Hinir
fundarmennirnir fengu aldrei að vita um þetta kyrrlát-
lega smákraftaverk, sem Guð hafði gjört til þess að efna
fyrirheit sitt, að það yrði gefið oss á þeirri stundu, hvað
vér ættum að tala. En ég vissi um kraftaverkið og þakkaði
honum.
En síðan ég kom heim, hefi ég hitt töluvert marga á-
hyggjufulla kristna menn, sem eru hræddir um, að allt,
sem kristindómur heitir, kunni að falla í rústir, ef að
4