Jörð - 01.08.1933, Síða 53
Jörð] KRISTUK A VEGUM INDLANDS 51
reynsla mín sú, að Jesús stóðst ekki einungis ljósbað
staðreyndanna, heldur ljómaði hann nú enn dásamlegar
en nokkru sinni fyrr. Ég sá, að Jesús var ekkert vermi-
hússblóm, sem hlyti að visna fyrir andsvala vísindalegra
rannsókna. Hann var rótfastur í veröld veruleikans. Hann
var hið sannlífrænasta tákn vors siðferðilega og andlega
heims; — hann er veruleikinn sjálfur.
Ég hefi þess vegna tekið trú mína og lagt hana fram
fyrir ókristna heiminn i þessi sautján ár og sagt: »Þetta
er trú mín, bræður; brjótið hana, ef þér getið«. Og því
rækilegar sem barið hefir verið á henni, því bjartar hefir
hún ljómað. Kristur stóðst áhlaupin og mun standast.
Eina leiðin til þess að drepa Kristindóminn er að talca
hann út úr lifinu og »vernd,a« hann.*) Til þess að Krist-
indómurinn ljómi og í ljós korni, hvers hann er megnug-
ur, þarf bara að kasta honum út í miðja iðu staðreynd-
anna, svo að hann eigi beint orðastað við lífið. Jesús mæl-
ir með sér sjálfur. Hindúar hafa stofnað með sér félag,
sem heitir Dharm Raksha Sabhas — félag til verndar
trúarbrögðunum. Jesús þarfnast ekki verndar. Hann
þarfnast þess, að hann sé leiddur fram, svo að menn sjái
hann. En hann verndar sig sjálfur.
Vegna þessa, gat ég svarað systur minni, sem ég minnt-
ist á hér að framan, að mér hefði liðið ágætlega í hvass-
viðrinu á fundinum, og að ég ætlaðist til að menn færu
rækilega út í efnið; því að ef menn aðeins könnuðu nægi-
lega djúpt, kæmi þar að, að þeir stæðu augliti til auglitis
við Jesúm. Því að erindi Jesú í heiminn var ekki að koma
með lífsaðferð, — hann kom til þess að vera lífið
sjálft; og komist menn nógu djúpt iiin í lífið, hljóta þeir
að finna að þeir standa augliti til auglitis við Jesúm, sem
er lifið sjálft. Erindi Jesú var ekki að koma með nokkur
sannindi, sem skipa má jafnhliða öðrum sannindum, eins
og sumir hafa af grunnfærni gjört sér í hugarlund. Hann
kom til þess að vera sannleikurinn. Og sannleikurinn mun
leiða þann, sem fylgir honum meira en á miðja leið, við
*) Auðkenning vor.
Ritstj.