Jörð - 01.08.1933, Page 54
62 ICRISTUR A VEGUM INDLANDS [Jörð
hönd sér þangað, sem hann stendur andspænis honum,
sem er sannleikurinn sjálfur. Það er rétt, sem Inge stift-
prófastur segir: »Erindi Jesú var ekki að koma með trú-
arbrögð, heldur að vera mönnum trúarbrögð«. Ef að trú-
in er oss alvörumál, hljótum vér að vera í samræmi við
huga hans og anda, því að annars erum vér ekki einlægir.
Vér getum sagt þetta með orðum Mattew’s Arnold’s:
»Jesús er úrslitakostir«.
Taktu til rannsóknar það, sem þú veizt, að er tilvinn-
andi að lifa fyrir og rek það til róta, þangað til þú sérð
það fyrir þér í sannri fullkomnun og athuga, hvar þig þá
hefir borið að. Til dæmis: Kærleikurinn er eitt af því,
sem tilvinnandi er að lifa fyrir. Vér eignm að elska. Rek
svo kærleikann til róta, þangað til þú sérð hann fyrir þér
í sannri fullkomnun; og þú munt þá ekki verða langt frá
honum, sem elskaði svo, að enginn hefir nokkru sinni
elskað sem hann. Ef hreinleikur er eitthvað gott, þá tak
hann til rannsóknar og rek hann til rótar og sjá, hvers
konar sannfullkominn hreinleikur verður þá fyrir augum
þér; og þér mun ekki dyljast að þú horfir í augu hans,
sem var, »hinn hreinasti meðal mikilla manna og hinn
mesti meðal hreinna«. Sé sjálfsfórn göfugasta einkunn
lífsins, þá rek hana til rótar, þar til er þú sérð hana í sinni
fegurstu mynd; og þú munt þá sjá, að þú horfir á kross.
Mér stendur þess vegna enginn beygur af spurninga-
tímanum, því að ég er sannfærður um, að Jesús er frum-
rök hins andlega og siðferðilega heims og’ það í djúptækari
roerkingu en þyngdaraflið er frumrök efnisheimsins. Ég
veit að vísu, að það er margt, sem ég er ekki fær um að
svara — því að málefnið er meira flytjanda þess. — En
hitt er ég fullviss um, að eins og vafþræðir vínviðarins
fálma sig áfram til steingarðsins, ná honum að lokum og
vefja sig þá fasta að hans trausta veruleika, þannig muni
hugir manna eftir einhverri leið, með einhverju móti, ein-
hverntíma, að lokum ná tengslum við veruleikavegginn
sinn, Jesúm.
En þá er erfiðara að standast, heldur en í spurningatím-
anum, þegar vér erum reypdir, eigi með spurningum,