Jörð - 01.08.1933, Side 55
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
53
Jörð]
heldur með rannsókn á því, hvort vér höfum í sannleika
öðiast anda Krists. Hin mikla spurning, sem Indverjar nú
bera fram hljótt, en vægðarlaust, er eigi: hugsar hann
skarplega? heldur: Hefur hann hugarfar Ivrists?
Ég gekk greinilega úr skugga um þetta dag nokkurn,
þegar tveir ungir, mjög fátæklega klæddir og berfættir
hindúar komu að tala við mig. Ég átti mörg samtöl við
ýmsa þenna dag, en ekkert þeirra var mér til þvílíkrar
gleði sem sú stund, er þessir tveir ungu menn voru hjá
mér. Þeir voru svo ákafir, fjörmiklir og móttækilegir.
Daginn eftir komu þeir aftur og í það skiftið var erindið
að gefa mér skýringu. Þeir sögðu mér hverjir þeir væru:
synir auðugustu og mestu áhrifamanna borgarinnar. Þeir
sögðust hafa komið til mín daginn áður berfættir og fá-
tæklega klæddir vegna þess, að þeir ætluðu að reyna mig.
Þeir ætluðu sér að ganga úr skugga um, hvort það væri
áreiðanlegt, að hugur hefði fylgf máli, þegar ég sagði
kvöldið áður, að Jesús liti á menn sem menn, án þess að
kynflokkur og fæðing, hörundslitur og eignir skiftu
nokkru máli; hvort ég myndi sýna þetta með framkomu
minni í þeirra garð, er þeir kæmu til mín fátæklega búnir.
Þeir sögðu, að þeir hefðu áður verið á báðum áttum um,
hvort þeir tækju kristni, en svo fastráðið, að þetta skyldi
vera prófsteinn þess, hvort þeir skyldu gera. Þeir komu
frá upphafi svo tilgerðarlaust og hreint og beint fram, að
ég var alveg viss um að þeir gjörðu þetta án allrar
græsku, enda sögðu þeir líka, að nú stæði ekki á þeim að
gjörast kristnir.
Ég varð ekki hróðugur af þessum atburði; hann kom
mér þvert á móti til að athuga minn gang. Því að alvarleg
hugmynd hertók mig: Hversu auðveldlega hefði það getað
komið fyrir, að ég hefði sagt ógætnisorð eða hagað mér
eins og- ég ætti tal við mér minni menn — það hefði þá
ekki verið í fyrsta sinn — þegar ekkert mátti út af bera
um vitnisburð eða viðmót.
Indland ber fram spurningar. Þær spurningar, sem það
spyr með vörunum eru alvarlegar og áhrifamiklar. En þeír
dómar um oss og það mat á oss, sem er eigi gjört með