Jörð - 01.08.1933, Page 56
54
KRISTUR A VEGUM INDLANDS
[Jörð
orðum, en Indverjar fara eftir, er þeir koma sér niður á
áiyktun sinni um Krist, skiftir ákaflega miklu meira máli.
Æðsti presturinn spurði Jesúm um lærisveina hans og
kenningu. Ókristni heimurinn spyr um tvcnnt þetta sama
og alltaf í þessari röð: »Hvernig er líf yðar? Iívert er
ljós yðar?«
Ég tók mitt veika trúarljós og settist
í tígi manna, er aðra skoðun höfðu
um leitina til landsins fyrirheitna.
Ég ljósið veika lagði mér að hjarta,
því líf þess var í hœttu sökum næðings
frá gagnrýni af annarlegri hugsun.
Bænir til Guðs frá brjósti mínu stigu.
Þá hét ég því, ég aðeins skyldi elska,
elska — það eitt.
Ég hlustaði og lærði
og lagði fátt til mála: orð, er svo bar undir.
Ég heyrði göfugt mál, sá aðals-eðli,
sem áttu þessir menn í ríkum mæli,
fann friðarandblæ anda mínum svala.
Hér var ei leikið látum undarlegum,
né líkaminn skemmdur til að þóknast Drottni.
Þeir leituðu að göfgi; og sólarsýn
sjón þeirra birtist frá Drottins ástarhjarta.
Þeir heyrðu fótatak hins göfga Guðs
í gróandanum, lífsins hjartaslögum.
Þeir stilltu hjarta strengi sína við
streng þeirrar Drottins raddar, sem að ómar
í öllu, sem að andar, grær og lifir.
En er ég spurði, í alvöru og samúð
leitandann, hvort hann litið nokkuru sinni
hefði þann mann, er fullu frelsi náði,
höfði hann drap, og hrukku tár af hvörmum.
í tárunum barst mér svar frá heilum heimi:
»Ég hef eigi séð þann mann, er um þú spurðir*.
Þá lyftist mér í hjarta hljóðlát gleði.
Því ég, sá hinn minnsti meðal þeirra, er leita,