Jörð - 01.08.1933, Page 59
Jörð] KRISTUR Á VEGUM INDLANDS 57
urstaðan, sem ég hafði komizt að: Krist verður að túlka
við Jcristna trúarreynslu.*)
En hindúinn setur hér fyrirvara. Honum er sú hugsun
fjarri skapi, að skylt sé að auglýsa trúarreynslu af hús-
þökunum; hann álítur það jafnvel óviðeigandi, ósæmi-
legt; við það hyrfi blómi hennar og fegurð. Um árangur
trúarleitar skuli aðeins hvíslað að nágrönnum sínum.
Doktor Tagore sagði mér um mann, sem hann hafði hitl;
og mjög verðmæt andleg reynd liafði fallið í skaut. Hann
spurði hann, hvort hann ætlaði sér að fara til manna og
segja þeim frá reynslu sinni. »Nei«, sagði hann, »sé hún
sönn, munu þeir koma til mín«. Þegar ég skýrði yfirfræð-
ara ashrams nokkurs frá því, að á leið minni hefði orðið
hindúi, sem hefði sagzt vera »jiwan mukta« — maður,
sem fundið hefði frelsandi líf — svaraði hann: »Hann
hefir ekki verið það, hafi hann sagt það«. Ég get vel skil-
ið dul hindúans, er hann álítur óviðeigandi að tala um
andlega reynslu sína.
En megineinkenni og vegsemd kristinnar trúarreyndar
er það, að vér höfum ekki áunnið oss hana, — hún er al-
veg óverðskulduð gjöf, sem menn eru algjörlega ómakleg-
ir. Sá er þiggur þessa reynd, sleppir allri hugsun um
þann þátt, er hann átti í henni sjálfur, og hugsun hans er
gjafaranum bundin í unaðslegum fögnuði. Er vér skýrum
tfrá slíkri reynd, raupum vér ekki; vér berum vitni. Vér
deihun öðrum því, sem vér erum orðnir hluttakendur að.
Vér eigum að vera vottar Annars.
Kristur hins indverska vegar, nemur staðar, cr hami
gengur um mannþröngina og segir: »Hver snart mig?«
Er vér vitum, hvað fi'am við oss hefir komið, getum vér
ekki annað en játað, hvernig vér höfum snert hann skjálf-
andi, og það orðið oss til lifs.
Þegar í upphafi prestsþjónustunnar kom fyrir mig
raunalegt, en lærdómsríkt atvik, sem brenndi inn í hug
mér þá áminningu, að vér eigum að bera vitni. Ég hafði
gjört mér óljóst í hugarlund, þegar ég var kallaður til
*) Auökenning vor.
Ritstj.