Jörð - 01.08.1933, Qupperneq 60
58
KRISTUR A VEGUM INDLANDS
[ Jörð
prests-starfsins, að ég ætti að vera málaflutningsmaður
fyrir Guð. — Ég ætti að færa rök að máli fyrir hann og
reifa það snjallt. Þegar ég skýrði presti mínum frá köll-
uninni, gjörði hann mig hreint hissa og mjög skelkaðan
með því að biðja mig að flytja fyrstu prédikun mína til-
tekið sunnudagskvöld. Ég bjó mig rækilega undir, því að
mér var kappsmál, að koma vel fyrir og flytja mál Guðs
almennilega. Það komu að hlusta á mig fjöldi manna, sem
voru fullir eftirvæntingar, því að þeir óskuðu unga
manninum alls góðs. Ég hóf mál mitt töluvert háfleygur.
Þegar ég var kominn fáeinar setningar áleiðis, notaði ég
orð, sem ég hafði aldrei notað áður (ég hefi heldur aldrei
notað það síðan) — »indifferentism«.*) Þegar ég notaði
þetta orð, sá ég að einn áheyrendanna, lívenstúdent,
beygði höfuðið og brosti. Þetta kom mér svo út af laginu,
að þegar ég ætlaði að halda áfram ræðunni, var þráður
hennar og hún öll horfin mér úr huga — gjörsamlega. Ég
veit ekki, hvað lengi ég stóð þarna og neri saman hönd-
unum í von um, að eitthvað rifjaðist upp. Mér virtist það
heill mannsaldur. Loksins stundi ég upp: »Vinir mínir,
mér til mikillar raunar hefi ég gleymt ræðunni!« Ég
lagði af stað niður þrepin niður úr ræðustólnum, ringl-
aður og sneyptur. Þetta er þá upphaf prestsþjónustu
minnar, hugsaði ég — raunaleg sneypuför. Þegar ég var
rétt að segja kominn niður á gólfið, virtist mér ég heyra
rödd segja við mig: »Hefi ég ekki gjört neitt fyrir þig?«
»Jú«, svaraði ég, »þú hefir gjört allt fyrir mig«.
»Gott og vel«, svaraði röddin, »geturðu þá ekki skýrt
frá því?«
»Jú, ég hugsa, að ég geti það«, svaraði ég á augabragði.
i stað þess að fara til sætis gekk ég þá fram gólfið undir
prédikunarstólinn (ég fann mjög til lítilmótleika míns og
var sannfærður um, að þar uppi var ekki staður fyrir
mig!) og sagði: »Vinir mínir, ég sé, að ég get ekki prédik-
að, en ég elska Jesúm Krist. Þér vitið, hvernig ég hefi lifað
hér í borginni — sem ófyrirleitið, léttúðugt ungmenni; og
*) í>ýðir: að láta sér á sama standa.
liitstj.