Jörð - 01.08.1933, Síða 61
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
59
Jörð]
þér vitið.hverniglíf mitternú. Þér vitið aðhannhefir gjört
líf mitt nýtt og þó að ég geti ekki prédikað, er ég staðráð-
inn í að elska hann og þjóna honum«. Eftir guðsþjónust-
una kom ungur maður til mín og sagði: »Stanley, ég vildi
óska, að ég gæti fundið það, sem þú hefir fundið«. Hann
fann það ekki á samri stundu. En nú er hann meðlimur
þess safnaðar — ágætur kristinn maður. Enginn óskaði
mér til hamingju vegna ræðu minnar þetta kvöld. En ég
liefi alltaf sjálfur, eftir að sársaukinn var liðinn frá, ósk-
að mér til hamingju vegna þessa atviks. Drottinn lét mig
verða fyrir skelfilegum skelli, en við það lærði ég það,
sem ég mun aldrei gleyma: Að ég á eigi að vera mála-
flutningsmaður Guðs í prestsstarfi rnínu, heldur vitn.i
hans. Það er að segja, ég verð ávallt að vera i lifandi sam-
félagi við Krist, svo að ég sé alltaf að greiða einhverju
lifrænu veg.*) Upp frá þessum degi hefi ég reynt að vitna
um það fyrir háurn og lágum, hvað Kristur hefir reynzt
ómaklegum rnanni.
Indverjar vilja fá svar við þessari spurningu: Hvað
hefir þú fundið? Stúdentar eins háskóla Hindúa báðu
mig að koma til þeirra í skólann og halda ræðu. Þeir
stungu upp á umræðuefninu: »Segið frá yðar eigin per-
sónulegu trúarreynslu«. Ég segi æfinlega, seinasta kvöld
hverrar fyrirlestrar-raðar, frá persónulegri trúarreynslu
minni. Indverjar gleyma mörgum, ef ekki flestum; rök-
semdum mínum, en þeir leiða aftur og aftur í tal það, sem
ég segi um trúarreynsluna. Það er efni, sem tekur þá
föstum tökum.
Meðan ég var að segja frá afturhvarfi jnínu í borg-
inni ......, tók ég eftir hindúskum háskólakennara, sem
kinkaði kolli af auðsærri gleði. Eftir fundinn kom hann
óöara til mín, tók í hönd mér og sagði: »Mikið er það
satt, vér þurfurn nýrrar fæðingar«. Daginn eftir sýndi
hann mér kennslubók, sem hann hafði samið til notkunar
i stjórnarskólunum. Bókin var skýringar á Englandssögu
“) Auökenning vor.
Ritstj.