Jörð - 01.08.1933, Page 62
60
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[Jörð
Macaulays. Macaulay kastar hnútum í Púrítanana*) og
segir, að stúdentar hafi á stjórnarárum Púrítana verið
látnir svara spurningum um, hvernig og hvenær og í
hvaða atvikum þeim hafi hlotnazt hin nýja fæðing, í stað
þess að lesa sígild rit. Hinn ókristni háskólakennari and-
mælti þessu atriði hjá Macaulay og sagði: »Leitt er til
þess að vita, að Macaulay skyldi ekki hafa skilning á end-
urfæðingu«. Síðan tilfærir hann alla frásöguna um Nikó-
demus og segir að lokum: »Æ, Nikódemusar vorra tíma
skilja ekki, hvernig þetta getur orðið«. Hér er ókristinn
háskólakennari að dæma kristinn sagnfræðing fyrir það
að kunna ekki að meta gildi hinnar nýju fæðingar! Vér
verðum að hafa eitthvað raunsatt og lífrænt til þess að
leiðbeina mönnum eins og þessum háskólakennara.
Einu sinni urðum við samferða í járnbrautarlest, ég og
hindúskur lögfræðingur, og í um það bil þrjár klukku-
stundir héldum við áfram samræðu og svo að segja sennu
um heimspeki og kenningu hindúa og kristinna manna.
Ég sá að við yrðum hvergi sammála, svo að ég sneri mér
að honuni og sagði: »Myndi yður vera á móti skapi, að ég
skýrði yður frá, hvað Kristur hefir gjört fyrir mig?«
Hann svaraði óðara: »Nei, það langar mig til að
heyra«.
Þegar ég hafði sagt honurn frá afturhvarfi mínu og ár-
unum eftir það, voru tár í augum hans og hann sagði:
»Herra Jones, þér eruð kominn að takmarkinu. Þér eruð
kominn í seinasta áfangastaðinn á vegferð endurfæðing-
anna. Þér munuð aldrei fæðast framar inn í þennan
heim«.
»Það er sjálfsagt rétt«, svaraði ég, »þér þurfið eklti að
stíga þreytandi hringdans endurfæðinganna, eins og þér
búizt við; því að nú stendur yður hin nýja fæðing til
boða — beinn vegur rakleiðis til Föðurins«. Hann svar-
aði af djúpri alvöru: »Ég vildi óska mér þeirrar reynslu«.
Og í rödd hans heyrði ég rödd Indlands — það er lausn
úr ánauð endurfæðinganna, sem Indland þráir.
>!:) Enskur heittrúarflokkur á 17. öld,