Jörð - 01.08.1933, Síða 63
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
61
Jörð]
Hindúskur stúdent skrifaði mér: »Ég hefi hlustað á
fyrirlestra yðar og vil nú verða fylgjandi Krists, því að
mér er orðið ljóst, að trú mín er nokkuð krókótt leið til
þess að komast inn í Guðs ríki«. Nokkuð krókótt. Já, ef til
vill átta miljónir fæðinga. Engin furða, að þeim hrýs
hugur við slíkum horfum — hrýs hugur við sjálfu lífinu.
Það er fögnuður að geta bent þeim á hina nýju fæðingu,
sem leið út úr ógöngunum.
Hér er bréf til mín frá Jaina-stúdent, sem ber sérstak-
an vott um þrána eftir andlegu frelsi:
»Ég' ber traust til minnar eig'in trúar. Ég' er sannfærður um, að
hún er fullkomlega sönn; en ég þarf ekki að blygðast mín fyrir að
segja frá því, að hún krefst órjúfanlegrar skylduræktar og þekkir
enga miskunn. Frá lieimspekilegu sjónarmiði séð, er hún lýtalaus.
Vér getum treyst því eftir henni, að sá Máttur, sem stendur bak
við alla hluti, er alveg' réttlátur og óvilhallur. En oss yfirsézt, vér
vitum ekki af hverju; vér erum svo að segja teymdir áfram á
byig'jum syndarinnar og' yfirsjónanna. Til eru öfl, sem eru vorri
breisku veru ofurefli við að etja, og' ég óska því, að það væri Guð
til, sem væri vingjarnlegur í minn garð, kenndi í bi’jósti um mig
vegna bresta minna og leysti mig úr neti syndarinnar«.
Stoðar það nokkuð, að koma til slíks ungs manns með
röksemdir eða kenningu eða ágæta bók? Ef vér getum
ekki boðið honum með hægð og vinsemd en gleðiríkri
vissu hlutdeild í vorri eigin lausn og sigri, er oss sæmra
að sitja heima. Hefir Kristur nokkurt svar við slíku
bréfi sem ofanskráðu? Þessi spurning er meginatriði alls
málsins. — Hefir hann svar eða hefir hann það ekki?
Vér, sumir, sem vitum að vér höfum reynt hið sama, ver-
ið nákvæmlega eins staddir, vér erum sannfærðir um að
hann hefir svar.
Leyfið mér að doka aðeins hér við, rétt svo að ég geti
leitt athyglina að því, að einmitt í þessu tilliti er töluverðu
af nútímaboðun fagnaðarerindisins áfátt. Ungi maðurinn
þarf einhvers meira við en þess, að sjá í Jesú fordæmi og
fræðara. Hann þarfnast ekki fræðimanns, heldur frels-
ara; eigi siðferðisskálds, heldur skapara siðgæðis; eigi
þess, sem einungis leiðbeinir, heldur þess, er lífgar að
aýju; ekki sanninda heldur lífs.