Jörð - 01.08.1933, Síða 65
Jöi'ð] KRISTUR A VEGUM INDLANDS 63
með bæn, sá ég að hann kom inn frá veröndinni. Eftir
bænina kom hann til mín og þakltaöi mér fyrir og sagði:
»Ég fór út á eftir ræðu yðar, og stóð á veröndinni, þang-
að til spurningarnar voru um garð gengnar; því þér
höfðuð með ræðunni lyft oss til Guðs, og ég vildi ekki, að
sá hugblær, sem ríkti í hjarta mínu, hyrfi eða raskaðist
vegna spurninga. Þess vegna beið ég eftir bæninni fyrir
utan, því að með bæninni létuð þér oss aftur kenna ná-
vistar Hans«. Lotning snertir oss djúpt, er vér stöndum
gagnvart svo fagurri, andlegri viðkvæmni.
Eitt kvöld kom hindúi til mín eftir bænina og sagði:
»Þetta var mjög hugðnæmt, en vegna hvers byrjið þér
ekki fundina með bæn?« Ég var honum samþykkur og
sagðist myndu gjöra það næsta kvöld. En vegna ákafans
að komast í hita bardagans, hóf ég samt ræðu mína næsta
kvöld án þess að biðja fyrst í heyranda hljóði. Ég get auð-
vitað ekki lagt í slíkan bardaga, þar sem hvert orð er háð
véfengingum, án þess að undirbúa mig með bæn í klukku-
tíma eða lengur, en ég bað ekki upphátt. Ég sá það nú, á
rneðan ég var að tala, að það var miði á leiðinni til mín.
Fundarstjóri xætti mér miðann. Á honurn stóð: »Þér haf-
ið gleymt, herra, að byrja fundinn með bæn, eins og þér
lofuðuð«. Ég gjörði hlé á í’æðunni, játaði yfirsjón mína,
bað og hélt svo ræðunni áfram. En aldxæi hefi ég gleyrnt
þeirri djúpöldu andlegrar þrár, sem þetta litla atvik
leiddi í ljós.
Einn dag átti ég langt tal við hindúa nokkurn, og þeg-
ar hann var rétt að fara, stakk ég upp á, að vér bæðunx
sarnan, ef honum væri það að skapi. »Já«, sagði hann,
»það myndi vei’a mér gleði, en með einu skilyrði; sem sé,
að þér biðjið ekki um hluti, heldur aðeins um Guð«.
»Já, bróðir minn«, svaraði ég, »við skulurn ekki biðja
um hluti, heldur aðeins urn Guð«. Og við gjörðum það.
Hvort myndi unnt að lifa stundina þá án djúprar tilfinn-
ingar um hið eina nauðsynlega, raunveruleikann innsta,
og fagnaðarríkrar vitundar um Guð! Spurningin er ekki
um það, hvort vér viljum eða viljum ekki túlka Krist með
trúarreynd; það er ekkert undanfæri. Því að engin önnur