Jörð - 01.08.1933, Síða 66
G4
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
[Jörð
túlkun á Kristi er til,sem er fullnægjandi og sýnir alltof-
an í kjölinn. Vér getum ekki látið oss nægja að tala við
Indverja um Krist; — vér verðum að koma með hann.
Það verður að vera svo, að hann sé raunsönn lífsreynd —
nær oss en andardrátturinn og nær oss en hönd og fótur.
Vér verðum að vera »þeir, sem Guð er /«.*)
Þessi meðvitund um Guð á að vera rík og yfirfljót-
anleg. Hindúskur lögfræðingur nokkur sýndi að hann
vissi deili á þessu, er hann sagði einn dag við mig: »Ný
hvitasunna er það, sem þér kristnir menn oy Kirkjan
þarfnist á vorum tímum«.*) Ég skildi, hvað hann átti við.
Vér þurfum kristindóm, sem er eins og vatnslind innra
með oss, uppspretta til eilífs lífs. Jacks rektor brýnir fyr-
ir oss að ná aftur »horfnum ljóma kristinnar trúar«. Það
er einkennilegt að heyra hindúa og unitara, báða, brýna
fyrir oss að leita lífsfyllingar í ætt við hvítasunnu! En
þeir hafa rétt að mæla. Hvítasunna er óbeygður Kristin-
dómur.*) En kirkjan er beygð og blóðlítil. Fáeinir menn
hafa í trúarlegum sótthita gjört ýmislegt hjákátlegt í
nafni þessarar mannsandans miklu lækningar og helg-
unar, sem vei'ður fyrir innstreymi anda hins lifandi
Krists. En að það sé réttmæt ástæða til þess, að vér allir
hinir hræðumst til þess að láta oss lynda að lifa blóðlitl-
um Kristindómi, það er fjarri sanni. Kristur á vegum
Indlands segir: »Syndir þínar eru þér fyrirgefnar«, cg
eigi aðeins það heldur líka: »Meðtakið heilagan anda«.*)
Þegar vinur minn einn var að prédika á sölutorgi í
Norður-Indlandi, kom til hans hindúi nokkur og sagði:
»Mig langar að bera upp spurningu, eigi af aðfinnslu-
semi, heldur til þess að fá upplýsingar: Ég hefi nýlega
lesið Nýja Testamentið, og Postulasagan hefir sérstak-
lega vakið athygli mína. Þessir menn virðast hafa verið
gæddir undui’samlegum mætti og gnægð andlegs lífs.
Herra, segið mér, hafið þér fundið það, sem þessir menn
áttu«. Vin minn setti hljóðan. Hann var að vísu guðfræði-
kandidat og trúboði, en þó vissi hann með sjálfum sér
’■=) Auðkenning' vor.
Ritntj.