Jörð - 01.08.1933, Side 71
Jövð] KRISTUR Á VEGUM INDLANDS 65
innst inni, að hann átti ekki það, sem fyrstu lærisvein-
arnir virtust hafa fundið. Hann fór heim til sín, féll á
knén, gaf sig alg'jörlega Kristi á hönd — og fann það.
Hann lifði upp frá því einhverju hinu fegursta og auð-
ugasta lífi, sem mér hefir nokkurntíma auðnast að sjá.
Indverskur prestur sagði, þegar hann dó fyrir fáeinum
árum: »Það var gott, að ...... dó ekki á Indlandi, því að
vér mundum hafa framið þá synd að tilbiðja gröf hans«.
Indverjar lesa nú orðið Biblíuna og vilja vita, hvort
kristindómur vor er í sami'æmi við hana. Indverskur
drengur, sem stóð framar að ákafa og elsku en í kunnáttu
enskrar tungu, skrifaði mér um mikla vakningu, sem var
á hans slóðum: »Það er nú mikil endur-biblíun hér«.*)
Villan er ekki afleit! Vér þurfum að »endurbiblíast« —
einkum í þeim kafla Biblíunnar, sem heitir »Postulanna
gerningar«.
Það er sagt um frumpostulana, að þeir »báru vitni og
prédikuðu«. Prédikun þeirra var öll íofin vitnisburði. Og
af því að hún kom frá hjartanu, náði hún til hjartans.
Eitt sinn, er ég hélt röð af fundum á Suður-Indlandi, tal-
aði ég seinasta kvöldið um »Krist og vissu«. Áður en
fundinum lauk, sagði ég á samri stundu sem mér hug-
kvæmdist það: »Það eru nú ekki svo fáir kristnir menn
hér inni. Mér þætti vænt um ef þér vilduð skýra í örfáum
orðum ókristnum vinum yðar frá því, hvað þér hafið
fundið. Hvað hefir Kristur gjört fyrir yður?« Fyrstur
stóð upp kristinn lágstéttarmaður og sagði frá, hvað
Kristur hefði gjört fyrir hann. Það fór vel á því, að hann
talaði fyrstur, því að Guð lætur á hinu stéttbundna Ind-
landi það, sem lítilmótlegt er, gjöra hinu volduga skömm
til,alvegeins og það var ekki nema mátulegt, aðCareyskó-
ari yrði fyrsti kennari indverskra Brahmana. Eftir hann
stóð upp fyrrverandi Brahmani og sagði frá, hvað hann
*) Endurbiblíun, á Ensku: rebible (frb. ríbæbel), er nýtt orð, sem
pilturinn býr óvart til. Hann hefir sjálfsagt ætlað að segja end-
urfæðing, vakning eða eitthvað þess háttar; forskeytið »re«
samsvarar 1 íslenzku forskeytinu »endur«. _