Jörð - 01.08.1933, Side 72
66
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
([Jört>
hafði fundið. Þá stóð upp, oss til undrunav, æðsti em-
bættismaður Breta í þessu héraði og sagði: »Fyrir sjö
árum hefði ég ekki getað sagt, að ég hefði fundið það,
sem vér höfum verið að tala um hér í kvöld. En fyrir sjö
árum fann ég það fyrir hjálp gamallar konu um borð í
skipi, sem var á leið til Indlands«. Þetta var skýr vitnis-
burður um mjög kristið líf; hann var einfaldlega settur
fram og hafði mikla þýðingu; því að margir af fundar-
mönnum voru starfsmenn undir hann gefnir. Síðan bar
rómversk-kaþólskur leikmaður og leiðtogi í borginni
fram þetta vitni: »Ég hefi auðvitað aldrei talað áður á
fundi þessarar tegundar; en mér var ekki unnt að sitja
hér og neita því að segja ókristnum vinum mínum frá,
hvað Kristur er mér. Ég heyrði hann segja við mig:
»Komið til mín allir þér, sem erviðið og þunga eruð
hlaðnir og ég mun veita yður hvíld«. Ég kom. Hann veitti
mér hvíld«. Þetta var áhrifamikill vitnisburður. Gjörum
oss nú grein fyrir sameiginlegu áhrifaafli allra vitnis-
burðanna. Hér voru lágstéttarmaður og hástéttarmaður,
Ameríkumaður og Englendingur, mótmælandi og kaþólsk-
ur maður og skýrðu ókristnum vinum sínum, hindúum
frá því, hvað Kristur væri þeim. Fundarstjórinn, hindúi,
sagði á eftir við mig í djúpri alvöru: »Ég get andmælt
flestum röksemdum yðar, en ég veit ekki, hvað ég get
sagt gegn þessum vitnisburðum«.
Þarna sjámn vér smámynd þess, hvers virði sameinaö-
ur vitnisburður Kirlcjunnar myndi vera.*) Merkisberar
Kristindómsins beina nú orðum sínum í ýmsar áttir;
miklu af því er beint gegn öðrum, sem kristnir kallast, og
fjallar ekki um Drottinn; og »hafa af því reitings-at-
vinnu«, eins og einhver sagði um íbúa eyjar nokkurrar,
»að skolpa hver af öðrum«. En gjörum oss í hugarlund, að
vér kæmum saman í hús vors sameiginlega Drottins og
bærum einum glöðum rómi vitni um hann; hvað myndi þá
verða — hvað myndi gjörast? Eitthvað, sem væri ómót-
'!••) Auðkemúng vor,
Wtatj,