Jörð - 01.08.1933, Page 74
68
INDLAND OG INDVERJAR
[Jörái
Indland og Indverjar.
iii.
JTRA fornu fari höfðuNorðurálfumennlitiðtilIndlands
sem auðugasta landsins undir sólinni. Þaðan flut.tu
framtakssamir kaupmenn og farmenn margskonar fága;t-
an og dýran varning, sem helzt ekki var annarstaðar að
fá. Um bein sambönd var þó ekki að ræða. Sjóleiðin milli
Norðurálfunnar og Indlands var ekki kunn. Voru þá
persar, arabar og feneyingar þeir, er mynduðu millilið-
inn. Skip og úlfaldalestir voru í förum milli Indlands og
Vestur-Asíu; þá tóku við fljótabátar og úlfaldalestir til
Miðjarðarhafsbotna; en síðan skip Feneyinga.
Árið 1498 lentu skip Norðurálfumanna í fyrsta sinni í
indverskri höfn: portúgalskur floti undir forustu Vaseós
da Gamas. Var þá fundin leiðin suður fyrir Afríku.
Stofnsettu Portúgalar smá-nýlendur víðsvegar á Ind-
landsströndum til verziunar og gekk verzlunin nú úr
greipum Feneyinga til Portúgala (og Spánverja, sem um
hríð voru í sambandi við Portúgala). Framkoma þeirra
var hin hi'ottalegasta og urðu þeir óvinsælir mjög. Enda
fóru svo leikar, að Hollendingar höfðu undan þeim flestar
nýlendurnar og verzlunina þar með. Kepptust nú um hríð
allar farandi Norðurálfuþjóðir um að eignast sem flest-
ar »nýlendur« (verzlunarstöðvar) á Indlandi, og leið ekki
á löngu áður en tvær þjóðir sköruðu fram úr, Englend-
ingar og Frakkar, og boluðu jafnvel Hollendingum frá að
mestu. Ekki voru það beinlínis ríkin sjálf, er stóðu fyrir
þessu, þó að þau létu það mjög til sín taka, heldur geysi-
mikil verzlunarfélög, er jafnvel höfðu heri á Indlandi og
höguðu sér þar að flestu leyti sem ríki væru.
Á 18. öld var óstjórn hin mesta í ríki »stór-mógúlsins«*)
:i!) Norðurálmumenn nefndu stórkonungana, er réðu ríkjum í Hin-
dostan og að meira eða minna leyti í öðrum hlutum Indlands á
þessum öldum, »stðr-mógúla« (stór-mongóla). Voru þeir mon-
gólsk-tyrkneskrar tettar og múhameðstrúar,