Jörð - 01.08.1933, Page 75
INDLAND OG ÍNDVERJAR
Jörð]
r>!)
og yfirleitt allt stjórnarfar á ringulreið í gervöllu land-
inu, og notuðu hinir herskáu kaupmenn sér tækifærin til
hins ítrasta og jukust mjög að nýlendum, auð og áhrif-
um. Jafnframt leiddi samkeppni Englendinga og Frakka
um bráðina til fulls fjandskapar og ófriðar og mátti um
hríð ekki á milli sjá hvorir yrðu hlutskarpari. Var þá
jafnframt almennur ófriður milli stói’velda þessara.
Niðurstaðan varð sú, að Frakkar urðu flæmdir bUit
að mestu úr landinu, en vegurinn greiddur Englendingum
til allsherjar yfirráða, og má heita að veldi hins enska
verzlunarfélags á Indlandi yxi nú með afbrigðum í heiia
öld. Fóru Englendingar livað af hverju að finna til á-
byrgðar gagnvart heill landsbúa, sem þeirra var von og
vísa, þrátt fyrir allt. Og var nú ýmislegt gert til fram-
i'ara í landinu, sem þó varð mikið til utangarna, sem kall-
að er, með því að landslýðurinn framleiddi þær ekki sjálf-
ur af frumkvæði eigin sannfæringar. Leiddi þetta, árið
1857, til uppreisnar, sem indverskir hermenn í brezkri
þjónustu stóðu fyrir. Var þá ætlunin að ganga af öll-
um Englendingum í landinu dauðum. Þeir áttuðu sig
þó von bráðar og tókst með herkjubrögðum að bæla upp-
reisnina, enda voru ýmsir innlendir landshöfðingjar þeim
hliðhollir. Varð það nú að ráði, að brezka ríkið tók við
stjórn landsins af verzlunarfélaginu og sefaðist lands-
lýðurinn von bráðar við sáttgjarnlega og tiltölulega hóf-
samlega framkomu stjórnarinnar. Svo var nú skipað
stjórn, að í landinu skyldi sitja jarl (konungsfulltrúi),
sem þarlendis hafði alla sömu aðstöðu og konungar voru
vanir að hafa; og þó blandað saman austrænu og vest-
í'ænu af eðlilegum ástæðum. Til höfuðstaðar var valin
stórborgin Kalkútta í Gangeshóimum, sem þó var fremur
utanveltu í þjóðlífinu. Á 2. áratug eftir síðustu aldamót
var höfuðstaðurinn fluttur til Delhí í Mið-Hindostan,
hinnar gömlu höfuðborgar stónnógúlanna. Mun það með-
fram hafa verið gert í því augnamiði að ná betra sam-
bandi við Múhameðstrúarmenn landsins og hafa stuðning
af þeim gagnvart hinum fjölmennu Hindúum, sem hefir
verið að vaxa fiskur um hrygg upp á síðkastið.