Jörð - 01.08.1933, Page 76
70
INDLAND OG INDVERJAR
[Jövð
Við hlið jarlsins, og þó skör lægra, eru nokkurs konar
embættismannaráðuneytiogþing, sem af sinni hálfu legg-
ur jarlinum til annað ráðuneyti, sem er í ábyrgð gagnvart
því. Hefir hvor álma landsstjórnarinnar sínar ákveðnu
greinar málefna til meðferðar, þannig, að hin síðarnefnda
tekur æ við fleiri málefnum af hinni, eftir því sem tímar
líða; og hefir það verið talið tilætlunin, að landsstjórnin
gengi með þessu móti smámsaman yfir í hendur Indverja
sjálfra — að því tilskyldu þó, að landið yrði innan vé-
banda brezka alríkisins og þá auðvitað undirorpið lítt
mótstæðilegum áhrifum um jarlinn (og embættismenn
hans) sem millilið.
Ekki er allt Indland undir þessari stjórn. IJm fjórði
hluti landsmanna er í innlendum »ríkjum«, sem þó eru í
sumum mest varðandi atriðum algerlega háð enskri
stjórn. Ríki þessi eru um 700 að tölu, ákaflega misstór;
fJest réttnefnd kotríki, eins og gefur að skilja.
Æðsta stjórn Indlands er í Lundúnum: Indlandsráðu-
neytið; en Indlandsráðherrann er í ráðuneyti Bretakon-
ungs, og það fer vitanlega eftir þingfylgi stjórnmála-
fJokkanna í Stóra-Bretlandi. — Indland hefir nú í rúma
hálfa öld kallazt keisaradæmi, en Bretakonungur Ind-
landskeisari. Hinir innlendu þjóðhöfðingjar eru því léns-
inenn.
RÉ;TTARFAR er að mestu í höndum Indverja, en þó
rná áfrýja til enskra dæmenda.
Hermálunum er skipað að sumu Jeyti með það fyrir
augum að tryggja yfirráð Englendinga innanlands, en að
sumu leyti til að tryggja landamærin. Þriðji hluti hersins
eru bretar, tveir þriðju indverjar. Auk þess er lögreglan
vopnum búin og undir enskri stjórn. Hinir innlendu þjóð-
höfðingjar hafa umráð yfir minni háttar hersveitum.
Verklegar framkvæmdir hafa orðið miklar í landinu
eftir því sem gerist í löndum utan Norðurálfunnar, sem
ekki eru byggð enskumælandi þjóðum. Er þar bæði um að
ræða samgöngubætur, stóreflis áveitur og stórhýsi yfir
embættislega eða félagslega starfsemi.