Jörð - 01.08.1933, Qupperneq 79
NÁTTÚRA OG SIÐMENNÍNG
73
Jörð]
Náttúra og siðmenníng.
Sundurlausir þánkar, í tilefni af ritum og rœðum sr. Björns O.
Björnsson, um samlíf þjóðar • við náttúru lands síns, og' að til-
mælum hans ritað.
I.
N ÁTTÚRA lands hefur, að eðlilegum hætti, djúp og
víðtæk áhrif á þjóðina, sem í landinu býr. Eru
áhrif þau þjóð tvennt í senn, bæði hkamleg og sálrœn
heilsulind; veita þau henni frumleik meðal þjóða, svo að
hún hefur af sjálfstœðu að miðla, í samlífi þeirra.
Hinsvegar getur þjóð fjarlægzt svo náttúru lands síns,
í lífernisháttum og sönnum manndómi, að eðlisáhrif þessi
rjeni, til mikilla muna. Þarf eigi mörgum blöðum um
það að fletta, að þá er þjóð • hætta búin.
Siðmenníng hefur það óhjákvæmilega í för með sjer,
að þjóð fjarlægist náttúru lands, á menníngarlega skaö-
vænan hátt, nema unnið sje almennt að því, af glöggri
vitund og einbeittum vilja, að halda þjóðmenníngu i lif-
andi sambandi við himin-hreina náttúru lands og þroska
þann og lífeðli það, sem henni á að vera samgróið í hví-
vetna, mann-göfgi. Þá fyrst verður menníngin auðsveip,
hugumstór ræktun náttúru og um leiö manneðlis. Stefnir
hún þá fyrst að takmarki sínu — himnarilci á Jörö.
Hræðist eigi! Hörfið eigi á bak aftur, þótt nefndar
sjeu miklar og fagrar hugsjónir. Þær einar eru sannar.
En hræöist og hörfið á bak aftur, sökum ástands þess,
sem ríkt hefur og ríkir í siðmenníngar heiminum. Þaö
eitt er hræðilegt áhyggju-efni, sem þú þó hræðist ekki,
svo sjáist • eða á beri. Það er sá andlegi sori og sú sál-
arlega seyra, sem ríkt hefur og ríkir í siðmenníngar-
riki liverju. Það er Heiðnin, sem nefnir sig Kristni. Það
er úlfurinn, sem felur sig og hylur, undir sauðargæru
sakleysis og sannrar guðs dýrkunar, en á eklcert skylt
við Krist; er, í raun rjettri, andstætt Kristi og lífernis
kenníngu I-Ians.