Jörð - 01.08.1933, Síða 80
74
NÁTTÚRA OG SIÐMENNING
tJörð
Hugljúft samlíf í ástúð, við náttúru lands, er einhver
helzta undirstaða heilbrigðrar náttúru-tilfinníngar og
hreinrœktar sjálfs manneðlis, án illra dýrs-eiginda, sem
allt að þessu hefur verið um of ráðandi í huga og athöfn-
um siðmenníngar manna.
Hver þjóð verður því að hafa rækilega þekkíngu á
raunverulegu samlífi sínu við náttúru lands síns, til þess
að hafa lifandi hvöt til og vit á • að viðhalda því, efla
það og göfga, með vaxandi sannri menníngu.
ÞöRF íslenzku þjóðarinnar og hlutverk hennar er vit-
anlega hið sama og þjóða almennt, í þessu efni. En auk
þess er hún, eins og sakir standa nú í hciminum, kölluð
til forgaungu meðal menníngar-þjóða, í sannri, hugsjóna-
legri framþróun mannkyns. Og
Sú þjóð, sem veit sitt hlutvcrk,
Er helgast afl um heim.
Eins hátt sem lágt má falla,
Fyrir kraftinum þeim.
(Björnstjerne Björnson: Lýðhvöt.
Þýðing Matthíasar Jochumssonar).
Við lauslega athugun mætti ætla, að þetta væri firn
ein og fásinna mikil, þar sem þjóð vor er fámenn og fá-
tæk, andlega kalin, kúguð og kramin, frá því á ánauðar
öldum • og aflminnst í efnum þeim, er mest gildi eru
talin að hafa í heiminum, til siðmenníngar-þrifa — gull
og völd — það er: í framleiðslu »hrá-efna«, í stóriðnaði,
verzlun og viðskiftum, og loks allavega litum »lakkfernís«
(gljá-kvoðu), sálrœnum og siðmenníngarlegum, — til þess
að stássa með og hylja innri, andlegan volað og arm-
íngjaskap • siðmenníngar nútímans —: vísindi og »fagr-
ar« listir. — Samt sem áður er hins að gæta, að goeði
þau, er nú vóru nefnd, hafa valt og vesalt gildi, eins og
allt ytra geingi — penínga, metnaðar, metorða. Vilja þau
jafnan bresta • sem glæsileg sápubóla, er minnst varir;
enda hafa þau í eftirdragi, — svo sem siðmenníngu stór-
þjóöa er háttað —, ramar fylgjur og dökka drauga, hins
ömurlega innrœtis • sálar-mannsins heims-veldanna. Hef-