Jörð - 01.08.1933, Side 81
NATTÚRA OG SIÐMENNÍNG
76
Jörð]
ur það lýst sjer sannanlega í því, að öll siömenníngar
stórveldi heimsins, um alda-raðir og þúsundir ára • hafa
farið í mola og mjel, í rústir, ösku og sand-auðn, sið-
mennínga-hauga, sem jaröneskir leirkekkir, ódœma stór-
ir, sökum þess að mannveldi þessi byggðu tilverurjett
sinn á (auð)-veldi og (her)-valdi. Hnossgæti þessi hafa
híngað til orðiö • bana-biti sjerhverrar heimsveldis sið-
menníngar. — Risa-framleiðslu og stóriðnaði fylgir
þursaháttur, þrælkun og þrælmennska valdhafa; öreiga-
lýður annars vegar, en á hina hliðina miskunnarlausir
auðkýfíngar, með ránklær í hjarta staö. Stórverzlunum
einstakra manna fylgir oft • óhemjulegt auðsafn, of-
nautnir og ill-lífi, spillíng, sálar-rán og siðaspell. Vís-
indum fylgir ofmetnaður og stœrilæti. Notuð eru þau í
þarfir hins óþarfasta og skaðvænasta, sem til er: heildar-
dráp manna, með ósegjanlegum kvölum, eitur-efna,
hernaðar djöfulœðis stórþjóöa stjórnenda. Vísindi eru
því neikvæð blessun og tví-eggjaður brandur. Eigi síður
notuð af Djöflinum • en af Drottni, þvíað siðmenningin
liallast fremur að Fjandanum • en að Frelsaranum. Er
reynd sú bezta sönnun þess, að menníng er eigi almennt
til í heimi þessum, heldur einúngis ljeleg og lasburða
siðmenníng, með klœr og kjaft. — Listum fylgir fyrir-
litníng fyrir almennri vinnu. Listamenn eru of oft ó-
magar eöa þurfalíngar bjargálna manna og efnaðra.
Listir eru tíðuni * fráhvarf frá heilbrigðu, einföldu lífi.
Oft eru þær samfara auði og svalli • karla og kvenna,
scm þurfa eigi að vinna, eða skjóta sjer undan heiðar-
legu, gagnlegu lífi. Sú er oft kenníng listamanna, að
»listin« sje hafin yfir • almennt siðgœði. Hafi »listin«
því fullt leyfi til þess, að troða á og traðka • velsœmi
og sakleysi, fegurðar tilfinníng og góðan smekk, að vild
gerspiltra »listamanna«, sem eigi eru fátíðir í stórborg-
um. Á þessu hefur ætíð borið og ber mikið, í meiri sið-
menníngar löndum. — Hástig siðmenníngar hefur ætíð,
um alla veraldar-söguna, endað í öfgum og óhófi;
verið bezta gróðrar-stía leti og lasta, heigulsháttar og
hundseölis manna. Nú á eðli það gúða daga.