Jörð - 01.08.1933, Síða 83
JÖl’ð]
NATTÚRA OG SIÐMENNÍNG
'11
hliða af þessum glapráða heimi, einsýn, þraung dýrkun
hans, í öllum hans vitleysum, sem sje hann keppi-keflið
eina — peníngar og völd. Því hefur farið sem er og fer.
— Átrúnaðar-goöið er fyrst og fremst bundið við bánka
og borgir — stórborgir, höfuðstaði. Þar skapast sið-
menníng, sem sjálfri sjer hefur að lokum ætíð riðið á
slig og stórveldinu um leið. Borgir eru afspreingur
manna, en ekki náttúru. Því eru þær ónáttúra, óeðlilegar,
eða keppinautar náttúrunnar eölilegu, sem uppruna-lífið
sjálft • liggur falið í. Borgir eru sama semrótlaustheims-
veldi, í andstöðu við rótgróiö al-líf jarðnáttúrunnar. Allt,
utan við stórborgir og höfuöborgir er, í augum valdhafa
þeirra, einúngis notandi undirlægjur, fótaþurrkur og
snýtuklútar • þeirra »stóru« sjálfra, forðabúr þeirra eða
bjargar skemmur, sem þeir, vitaskuld, geta eingan veg-
inn án verið, í borga-eyðimöi'k gi'óðurleysis. Svo aö borga-
stórlaxar verða að geta ráðið yfir og haft aögáng að og
forrjett til nota • auðsuppsprettu náttúrunnar, utan við
borgir. Svo er það í London, í París, í Bei'lín, í New
York o. s. frv. Hermenn úr sveitum eru góðir, til þess
að siga þeirn á fylkínga raðir keppinautanna — annarra
stórvelda — og að vera fallbyssu-fœða, slátur-skepnur, í
orrustum, viljalausar og rjettlausar, eins og hundar og
hestar.
í STÓRBORGUM fœöist og ríkir sid-menníng. í sveitum
dafnar menníng. Siðmenníng, það er: uppruni hennar og
vald, útilokar menningu, nema sem smá undantekníngar,
í siðmenníngar löndum, sem lítið ber á. Og sarna sem
ekkert getur látið til sín taka, í stjórn mannheims. Stór-
borgir hafa ætíð veriö og eru • fágaðir skraut-síeómr
höfuðdjásna siðmenníngar; hennar, sem eingaungu er
af þessum heirni og algei'lega í'æður honurn. Því er sem
er, því fer sem fer. Borgir eru hinn eini, en hættulegi,
keppi-nautur náttúrunnar. Borgir eru, í trássi við nátt-
úruna, fjölmörg smá-ríki í ríkinu; í raun í'jettri, þó hægt
fai’i, fjandsamleg blóðsuga, náttúru Guðs á Jörðu. Borg-
irnar eru þá líka þær þúfui’, sem sjerhver hástigs-sið-