Jörð - 01.08.1933, Side 85
Jöl-ð]
NÁTTÚRA OG SIÐMENNING
79
um aldirnar að brjóta sjálfa sig á bak aftur og gefa
framtíðinni viðvörun liins lánlausa, illa fordœmis. Það
er til annað sterkara og betra vald í tilverunni en »siö-
menníngin«. Því valdi neyðist hún loks til þess að lúta,
þegar hún hefur »hlaupið af sjer« klaufir og horn, ein-
þylckni og óróa, með sárum lexíu-sviða, frá bezta kenn-
aranum, — reynslunni.
Skapadómur œðstu máttarvalda tilverunnar hefur und-
antekningarlaust hvílt yfir gjorræöis- og síngirnis-sið-
menníngu heimsveldanna, fyrrogsíöar. Nú hallar ogsýni-
lega undan fœti, niður í glötunina, fyrir heims-siðmenn-
íngu mestu Norðurálfuþjóða, enda er kúgun og' hatur
máttarvöld þeirra. Spámannleg orð, sem enn eiga eftir
að rœtast, enda þótt þau hafi rœtzt, er þýðíng Matth.
Joch. á Ákvæöaskáldinu, eftir vísindamanninn og skáldið
L. Uhland, þessi: »Vei, vei þjer, höllin háa... [Auðkennt
af 0. B.] unz þú ert auðn og aska, og illra bófa dys«.
Orðrœða meistarans mesta — 2000 ára gömul — gild-
ir enn. »Heimurinn« hyllir ofbeldi, og fellur enn, semætíð
áður, á sínum eigin bola-brögöum. En Iíann, sem einnig
elskaði liljur akursins og blóm merkurinnar, lifði, sá og
kenndi, að heimurinn — hinn vondi og villti — yrði að
vinnast fyrir guðsríki á Jörðu, með samúð, ást og sarn-
hjálp, en eigi með hnefa-»rjetti«, nje sverði. —
FRUMstig menníngar íslendínga, fæð þeirra og fátækt,
er nú á tíma gæfa íslands, en eigi ófarsæld þess. Spart-
verjar vóru aldrei margir, en heimsfrægir urðu þeir. Sem
forustu þjóð og fyrirmyndar standa íslendíngar marg-
falt betur aö vígi en hinir auöefldu og landmörgu Eing-
lendíngar, brezka heimsveldið, til dœmis að taka. Hol-
gata siðmenníngarinnar hjá þeim, er of djúp, til þess
þeir komist óskaddir upp úr henni, þótt þeir vildu, hvað
eigi er. Þeir hafa gert tilraun, að vinna heiminn með
auði og vopnum og orðið mikið ágeingt, en berjast þó í
bökkum. Heimurinn verður eigi unninn til þrælkunar
nje frelsis, hvorki af auðmagni nje margmenni. Jesús
er eina sanna og' rjetta fyrirmyndin. Af einum, fjelaus-