Jörð - 01.08.1933, Qupperneq 86
80
NATTÚRA OG SIÐMENNfNG
[JöríS
um og vopn-vana, en Guði innblásnum manni, verður
heimurinn unninn, eða af fáum andans »Birkibeinum«,
fyrir tállausa alþjóðamenníngu, gott eitt að gera, sem
aldrei af eilífu ’hrynur.
KÆRLEIKURINN, svo til málleysíngja' semtilmanna,
er alkærleikur (altrúism), og hið al-einasta »gnöslíf í sál-
unni«, sem flytur ríki Guðs • niður á jörö þessa. —
»Kirkju«- og klerka-kenníng er, að það geri »trúin«. En
þeir góðu menn gæta þess eigi, eða gleyma því, að þeir
eiga að sýna trú sína í verkum — kærleíks-verkum til
aumra manna. — Trúin er dauð án verka. Þaö eru því
(lcærleiks)verkin, en eklci »trúin«, sem skapa Himnaríki
á Jörð. Verk þau eru kærleiJmr Guðs í mönnum, til alls
of) allra. Þess vegna er það kærleihurinn, en ekki »trúin«,
sem er mergurinn málsins — hjá G-udi, en hins vegar er
það tríiin hj á guöfrœöhujHm, sem eru »skriftlærðir«. Kær-
leikurinn er góðvildiníhjálpfýsinnþogannar megin-stofn
lífsins. »Trúin« er auka-atriði, með sálar-veikum kenja-
kreddum. Það hefur Sagan sýnt. Það sagði og sýndi
Jesús, í óvægri, andlegri baráttu viö Farisea og skrift-
læröa. Andlegir niðjar þeirra eru fjölmargir enn þá.
Guð elskar eingu síður blámenn og baslaralýö • heldur
en preláta og páfa, því að á Himnum er meiri gleði yfir
einum syndara, sem bœtir ráð sitt, en yfir 99 rjettlát-
um. Allt, sem lífsanda dregur, er Guðs börn, — þótt þau
kunni að villast frá Sannleikanum -— því að öll sköpunin
lifir, hrœrist og er í Guði, það er: í Alföður, sem allir
mega vita, að er til, sem alheims lögmál og meira en
það: upphaf og fyrsta frumrót alls, frá eilífð og til ei-
lífðar, því að alveran er, sem Alfaðir, — eilíf. Alfaðir
gerir sjer eingan mannamun. En menn gera það. Guö er
lcærleikur, og menn eiga að verða það, sem Guð er. En
andlegur trantara-lýöur vill vera trantara-lýður • og
ekkert annað. Um það er háð hin andlega barátta, milli
Himin-búa og siðmenníngar dýrkenda, sem í raun trúa
á ekkert, nema efnisgæði • og efnislegar nautnir. Dýrs-
-eðlið er ennþá sterkast í mannheimi, en lýtur síðar í