Jörð - 01.08.1933, Side 88
82 NÁTTÚRA OG SIÐMENNÍNG fJórð
nokkuð lángt í fi’iðar þíns gæfu-höfn. Hugsir þú eigi um
velfarnað jarðlífs, þá gleymir þú þinni eigin, sönnu vel-
ferð. Hugsir þú vart • nema um munn og maga og gleð-
skap, þá stendur þú hlutfallslega á lægra stigi • en gras-
bítur.
»SKEPNAN öll stynur«. öll skepnan var saklaus og
hamíngjusöm, unzsyndafall Adams og Evu'dró dýraríkið
með sjer • í eymd og niðurlægíngu. Það er því ekki ljón-
inu að kenna, að það er óvita rándýr, nje hrafninum, að
hann er hræ-æta, heldur er það manninum að kenna.
Maðurinn er bæði rándýr og hræ-æta. Maðurinn er sek-
ur, dýrskepnan er saklaus. Þess vegna er hún skuldlaus,
við Guð og menn. Maðurinn er hefnigjarn, en Guð hefnir
sín aldrei, er aldrei reiður. Skepnan er í óverðskulduðum
álögum, sakir misgerða mannsins. —
Þegar mannkyn tekur, í hjarta sínu, á móti Himnaríki,
þá leysast jafnframt rándýr og hrædýr úr álögum, og
allar skepnur frá allri áþján og eymd, eins og mann-
kynið. Þá komast á Jörðunni, bæði menn og mál-
leysíngjar, í sælu Paradísar — í Paradís. Á Grísku er
orðið: Paradeisos; á Hebresku: Pardes = Eden. Á Ara-
bisku (í fleirtölu): Faradís = aldingarðar; á Forn-Pers-
nesku (Zend-avestu) : Firdaus (aldingarður) : eða líka:
Pairi-daéza (umgirt land [dýragarður]) ; á Sanskrítu:
Paradesa = fjarlægt, bezta, fegursta land. Hebreska orð-
ið Eden telja sumir uppruna-orðfrœðíngar, að sje töku-
-orð — édínú = völlur — frá Babýloníu • eða þá frá enn
eldri, mikilli siðmenníngar-þjóð, á þeim slóðum (sunnan
við Babýloníu-borg), Shúmerum. Hebreska oröið Eden
merkir: yndi og fögnuður. Svo verður Jörðin öll, þegar
hver einasta mannvera er, eins og hún sjálf á að vera.
og verðu-r, yndi og fögnuður. Þá verður Jörðin öll, heim-
skauta á milli, Paradís. Þángað til mannkyn loks, fært og
fleygt, kveður mömmu sína, Fjörgyn, og heimsækir föð-
ur sinn, geimfagran Glóa, þar sem draumaland mestu
liugsjóna er og verður, um míljónir jarðára. —