Jörð - 01.08.1933, Page 90
84
í GAMLA DAGA
[Jöið
í gamla daga.
Frásagnir
eftir JÓN ÁRNASON, bónda í Eintúnahálsi,
skrifaðar upp af Skaftártungumanni.
I.
A Ð var laust fyrir 1890, að við vorum til sjóróðra í
Mýrdal,9menn úr Skaftártungu og af Síðu. Höfðum
við ekki fast skipsrúm, en rerum sem farþegar. Ég var
þá vinnumaður lijá Runólfi Jónssyni, hreppstjóra í Holti
á Síðu, og reri vestur í Reynishverfi og unglingspiltur,
sem með mér var af Síðunni.
Tungumennirnir sjö reru í Vík. Tóku þeir sérstakan
bát og var Jón Einarsson bóndi í Hemru formaður
þeirra. Var það venja hans um þær mundir, er margt
var farþega í Vík og þröngt um skipsrúm, að hann tók
að sér formennsku á farþegabát og þótti vel gefast.
Páskar fóru í hönd, en þá var ekki siður að iðka róðra
um helgar. Lögðum við því allir af stað, fótgangandi, frá
Vík, miðvikudaginn fyrir skírdag, um nónbilið, áleiðis
heim. Veðrið var bjart og norðangola í Mýrdal. Héldum
við allir saman austur að Kerlingai’dalsá. Þar skildust
leiðir okkar um hríð. Ég þui'fti að fara upp að Höfða-
brekku, en þar bjó þá hinn góðkunni gestgjafi og greiða-
maður ólafur Pálsson, umboðsmaður. Fylgdist með mér
þangað hinn ungi félagi minn af Síðunni, er áður getur.
Hinir fóru inn Kerlingadal og skyldum við allir mæt-
ast á Núpum svonefndum fyrir austan og innan Höfða-
brekku, en þar var þá alfai-aleið, og af Núpurn er
skemmst yfir vesturhluta Mýx-dalssands til Hafurseyjar.
Við biðum kaffitíma á Höfðabi'ekku og þágum góðgerð-
ir, svo sem venja var á því heimili. Þegar ég kvaddi ólaf
á Höfðabrekku, hafði hann orð á því, hvort ég vildi ekki
fn hjá sér tööutuggu í poka, sem ég bar á bakinu, með