Jörð - 01.08.1933, Síða 91
Jörð]
I GAMLA DAGA
B5
því að veður væri kalt, en yfir Múlakvísl að fara, og gæti
verið hollara fyrir okkur að fara úr sokkunum, er yfir
Kvíslina kæmi, vinda þá og láta töðulagð þurran innan í,
áður en í þá væri farið aftur. Lét ég þetta eftir og þáði
boð hans. Kom það síðar í Ijós í ferðinni, að ólafur var
nærgætur þá, sem jafnan endranær.
Þegar við félagar komum á Núpa, voru förunautar okk-
ar þar hvergi fyrir. Lá við að mér rynni í skap og tækí
upp í mig, er þeir voru allir á brott.
Áfram héldum við og yfir Múlakvísl. Var þá orðið
rneira en hálfrokkið, og gáfum við okkur ekki tíma tii nð
vinda sokka okkar að ráði ólafs bónda, enda bjóst ég við,
að við mættum hvergi dvelja, ef við skyldum eigi verða
öllu seinni en hinir, austur í Skaítártungu.
Mýrdalssandur var auður að Hafursey, eða því sem
næst, en við vissum ekki hvernig veður var eystra.
Sóttist ferðin greitt að Hafursey, en er við nálguðumst
Eyna, heyrðum við mannamál, og virtist svo sem vera
myndi glatt á hjalla í Stúkunni, en það er smá-hellisskúti
nálægt miðri Eynni, niður við sand. Var það eina »sælu«-
húsið á Mýrdalssandi í þá daga.
ÞEGAR við komum að Stúkunni, voru þar fyrir félag-
ar okkar úr Skaftártungu. Fögnuðu þeir komu okkar, og
fórum við nú allir úr votu. Það reyndist nú svo, að engir
höfðu þurra sokka meðferðis, nema við Jón í Hemru. Gat
ég sjálfur haft sokkaskifti og lánað einum hinna þurra
sokka. Hinir urðu að láta sér nægja að vinda úr sínum
votu sokkum og fara síðan í þá aftur. Þreif ég nú til töð-
unnar, er ólafur á Höfðabrekku gaf mér og skifti með
þeim félögum. Fengu þeir allir töðulagiö í sokkana sína,
sem hjálpaði vel þá í bili og þó einkum síðar. Þess skal
þó getið, að sá sem þurru sokkana fékk hjá mér varð út-
undan með töðuskammtinn. Flestir höfðum við lítinn
matarbita meðferðis, sem við deildum nú með okkur og
snæddum náttverð eftir föngum. Hitunartæki voru ekki í
Stúkunni og eldfæri engin. Ræddum við nú um, hvort
ekki myndi fært að halda áfram þá um nóttina austur