Jörð - 01.08.1933, Page 92
86
í GAMLA DAGA
[Jörð
yfir Sand. Er ekki að orðlengja það, að það varð að ráði
að freista þessa, þótt dimmt væri og allkalt, og vegvisar
þá engir komnir á Sandinn. Ég hafði orð á því, hvort ör-
ugt mundi að komast yfir Hólmsá, er þangað kæmi, en
sumir kváðu hana myndu vera vel væða og ekkert að ótt-
ast.
Héldum við þegar af stað vestur með Eynni og gekk
allt vel, en er við komum á Sandinn austan Eyjarhorns,
reyndist öðruvísi umhorfs en vestan Eyjar. Var þar þá
brotasnjór mikill og hvasst af norðri með kólgufrosti.
Var það ráð upp tekið, að menn gengju í lest, og skyldi
skiftast á um að fara á undan. Þótti þetta tryggara til
þess að fá haldið réttri stefnu, og minni þraut að ganga í
förin.
En nú þyngdist þrautin, því auk ófærðar og dimmu
gerði stormur og jarðfjúk því nær ókleift að halda hóp-
inn. Riðlaðist og flokkurinn af og til, en þó náðu menn
saman þess í milli. Þannig gekk þetta austur á Háöldu
svonefnda, en þangað er rösklega hálftíma ganga frá
suðvesturhorni Hafurseyjar, ef færi er gott. Hafði þóf
þetta staðið yfir á annan klukkutíma. Var nú staðar
numið og umrætt, hvað gera skyldi. Varð það þá flestra
ráð að snúa aftur til Hafurseyjar, enda raunar sá einn
kostur fyrir hendi, og svo var gert. örðugt veitti að halda
hópinn, en bezt munu þeir hafa gætt þess, að eigi tvístr-
uðust menn, Gestur á Ljótarstöðum og Jón í Ilemru.
Hurfum við aftur að Stúkunni, og hýrðumst þar, unz
birta tók.
HROLLKALT var okkur og lágum þó þröngt, þvi að
rúmið var takmarkað og hvergi vistlegt, bergið rakt og
lak ofan á okkur. Eigi var annars kostur en að nota vist-
arveru þessa unz birti af degi, þó að ekki yrði okkur
svefnsamt; en með birtunni tókum við pjönkur okkar og
lögðum af stað að nýju austur. Sama var veðrið og'öllu
því sama að mæta austan Eyjar og um nóttina, er við
snerum aftur, nema hvað nú var bjart af degi. öskrandi
jarðfjúksbylur með grimmdarfrosti, óíærðin í kálfa og