Jörð - 01.08.1933, Side 93
í GAMLA DAGA
87
Jorð]
hné í brotasnjó, sem reif upp af stormi. Fylktum við liði
eins og um nóttina og fór einn fyrir, til skiftis við hina,
en aðrir gengu í förin. Þegar við komum á Lágasand
austan Háöldu, vildi til óhapp það, að einn maður úr
hópnum, unglingsmaður, varð snögglega veikur, og varð
að leggjast fyrir um hríð, ofan í snjónum, í þessu veðri.
Stóðum við í hvirfingu í kringum hann og bárum ráð
okkar saman, hvað til bragðs skyldi taka. Stakk þá Gest-
ur á Ljótarstöðum upp á því, að senda einn mann á undan
austur alla leið að Hrífunesi, ef auðið yrði að komast yfir
Ilólmsá og ná í hest þaðan og aðra hjálp, ef að nokkur úr
hópnum treystist til þeirrar farar. Varð nú þögn um hríð,
unz Gestur mælti aftur: »Treystir þú þér til að fara, Jón
Árnason«. Játaði ég því með því skilyrði að einhver kæmi
með mér. Varð nú enn þögn, unz Jón í Hemru bauðst til
fararinnar. Tók ég því vel, og lögðum við þegar af stað
nafnarnir og urðum að yfirgefa förunauta okkar í þessu
ástandi.
VEÐUR og færð var hið sama austur allan Sandinn,
en áfram héldum við alla leið að Ilólmsá hjá Hrífunesi.
Svo lengi sem við eygðum félaga okkar, héldu þeir kyrru
fyrir.
Hólmsá var nú í einum streng-ál, þar sem við komum
að lienni og svo langt fram eftir aurnum, sem við sáum.
Skammt er yfir Hólmsá heim að Hrífunesi, en bylur var
svo mikill, að við eygðum ekki bæinn. Áin virtist mér
með öllu ófær, en nafni minn var á annari skoðun. Tahli
hann að okkur mætti heppnast að vaða ána milli skara,
þó að djúp væn, enda væri sá einn kostur fyrir hendi, til
þess að geta náð i hjálp handa félögum okkar og bjargað
bæði þeim og sjálfum okkur. Mér leizt óráð að freista
þessa og er þó eigi fyrir að synja, að tekizt hei'ði, því að
nafni minn var bæði atorkumaður og fullhugi, ef á
reyndi.
Stakk ég nú upp á að siga og vita, hvort hundar
í Hrífunesi gegndu ekki, ef fólk ekki heyrði; svo gerðum
við. Þetta tókst. Kiomu hundar geltandi niður að ánni, en