Jörð - 01.08.1933, Síða 96
>
90 í GAMLA DAGA [Jörð
cg stöðugt undan hægum straumi vatnsins og nær
strengnum. Kom nú þar, að teflt var um líf og dauða; ^
því að næði báturinn strengnum áður en hann fengi land-
festu, var úti um okkur. Þreif ég þá í band, sem fest var
um bátsnefið og fór útbyrðis, en hélt í borðstokkinn unz
ég kenndi botns. Vorum við þá allnærri vesturlandinu.
Tók vatnið mér í holhendur. Hélt ég í bandið og neytti nú
þeirrar orku, sem ég átti, til þess að bjarga ferjumanni
og fari. Náðum við landi, en ég ætla, að mjög litlu mætti
muna, að eigi bærumst við fram í strcnginn, og var þá sú
ein lausn á málinu, að við færumst.
FALLEGA þakkaði prestur Skaparanum lífgjöfina.
Það man ég, að hann mælti til mín hógværum viðvörun-
arorðum, er ég gekk fyrir borð, en á eftir taldi hann það
hr.grekki af mér ungum og óvönum, að leita þessa ráðs.
Mætti ég vera presti þakklátur fyrir hin fögru trúarorð,
er hann hafði fyrir mér, eftir atvik þetta; svo og vin-
gjarnleg ummæli hans síðar í minn garð fyrir viðvik það,
er ég gerði.
111.
Ö Ð R U sinni kom ég sunnan úr Meðallandi fótgang-
andi, snemma vetrar, í norðan-kólgu og skafrenningi. Frá
Melhól (Undirhrauni) í Meðallandi fór ég um morgun-
inn í stinningskalda. Lausaföl var á jörðu og hvessti, er
fram á daginn kom.
Þegar ég kom upp í ÁsahrauiU) og að svonefndum
Skorum (en svo nefnast Ásakvíslar á þeirri leið, er ég
fór), reyndust þær spilltar af frosti og hlaut ég þá nokk-
urn hrakning. Þegar ég kom að svonefndri Ásafit,*) **)
mætti ég' manni, sem Árni hét: aldraður maður, kominn
úr Fljótshlíð, kallaður vatnsveitu-Árni, af því að hann
*) Vestasta hluta Skaftáreldahrauns.
**) Mesta engið í Ásum; liggur í hrauninu sunnan Vatns og var
ervitt að nota, unz brúin kom
>