Jörð - 01.08.1933, Síða 97
í GAMLA DAGA
01
Jörð]
vann að áveitum. Mun hann hafa verið fyrsti maður hér
um slóðir, er kom mönnum á þá list.
Ég spurði Árna hvaðan hann kæmi. Hann kvaðst koma
ofan frá Vatni. Ég spurði hann hvernig það væri. »Það
er ófært«. »Hvernig komst þú yfir það«, sagði ég, því að
ég hélt, að hann kæmi ofan úr Tungu. »Mér var vísað
frá«, sagði hann. Hann hafði þá komið fótgangandi sunn-
an úr Meðallandi um daginn, eins og ég, en orðið nokkru
á undan mér upp yfir, og verið vísað frá ferju á Ásum af
því, að ófært þótti að ferja. Ég spurði hann nánar um
Vatnið, og kvað hann það vera ísi lagt beggja vegna en
skoru í miðju auða og ísskrið svo mikið í skorunni, að
ekki sæi í vatnið. Bað hann mig að lofa sér að vera með
mér aftur suður í Meðalland. Ég kvað það velkomið, en
kvaðst kvíða fyrir að fara þá leið alla um liæl í þessari
kólgu og svona hrakinn. »Ég tala nú ekki um það«, sagði
Árni, »því að ég veit, að ég hef það ekki af«. Sagði ég þá
Árna, að ég ætlaði að ganga upp að Vatninu og skoða það.
Hann kvað það ekki þýða; en það varð þó úr, að við
gengum báðir upp að því.
Þegar þangað kom, sá ég, að glæraís var meðfram báð-
um löndum, en nýtt íshröngl í miðju og var það kyrrt;
hafði stíflast í álinn. Gekk ég nú út á ísinn og bað Árna
að vera kyrran á meðan. Var ísinn traustur allt út á mitt
vatnið, en nú kom íshrönglið í álnum. Rak ég fljótt stang-
arbrodd minn þar niður úr, steig gætilega öðrum fæti út
á það, en fann þegar, að undan lét. Athugaði ég nú allt
með gætni.
Síðan lagði ég stöng mína niður á íshroða þenna og
lagðist sjálfur á hana ofan, festi stangarbroddinn í ann-
an skóhæl minn til þess að geta ýtt stönginni áfram með
mér með íætinum, hinn fótinn víxllagði ég þar yfir. Ann-
ari hendi hélt ég um stangarendann efri, en hina lagði ég
út á ísinn. Gætti ég þess að liggja sem réttast á stöng-
inni. Með þessu móti hvíldi þungi minn á sem stærstum
í’leti á ísinum.
Ýtti ég mér nú áfram hægt og hægt, unz ég komst yfir
álinn og á tryggan ís. Kallaði ég nú til Árna og bað hann