Jörð - 01.08.1933, Síða 100
1)4
RÖKKURSKRAF
| Jord
Rökkurskraf
Miðnætursól.
(Grein þá, sem hér fer á eftir, setti saman Finnbogi Ebeneaer-
so7i, bóndi frá Moshlíð á Barðaströnd, en aðalatriðin voru áður í
brotum í dagbók hans. Grein þessi var rituð fyrir »Barða«, hand-
skrifað blað, sem Einar Guðmundsson stofnaði, er hann var kenn-
uri á Barðaströnd veturinn 1930—1931).
0 R I Ð 1923 var ég háseti á þilskipinu Alfa af Pat-
reksfirði. Var komið fram undir sólstöður, þegar sá
atburður gerðist, sem ég ætla að segja frá. Það var einn
dag er ég átti lönguvakt á þilfari. Veðri var þannig farið:
suðvestan stórviðri með kafaldsjeljum og’ stórsjór. í jelj-
unum sást ekki annað en æðandi öldur og; hrynjaridi boð-
ar, en á milli jeljanna var landsýn og þó ekki nema fram-
an á nesin á Vestfjörðum. Voru þau æði svipþung að sjá
með fannahyrnurnar á herðum sér.
Litli kuggurinn okkar, sem var aðeins 13 smálestir, lá
oft undir áföllum þennan dag, en þó ekki gífurlegum, því
að hann var snilldar sjóbátur. Ýmist sveif hann uppi á
ölduhryggjunum eða hoppaði niður í bylgjudalina á milli
þeirra, og var þá útsýnið krappt og agalegt: ískrandi
hrannir, allt í kring, sem virtust hlakka yfir að leika sér
aö draugaskipi.
Nokkrar skútur voru þarna, skammt frá okkur, sem
voru í enn meiri raun, og sáum við þær flestar þegar Alfa
fór yfir ölduhryggina. Þannig- var veðrið alla lönguvakt:
stórviðri með kafaldsjeljum og' ósjór, en á milli jelja rof-
aði til í lofti og sá til sólar. Á kvöldvaktinni hægði loks
og birti í lofti; var þá siglt niður undir svokallaðan
Víknaál, og á vaktaskiftum á miðnætti var komið dúna-
logn og bjart veður, en skýjabólstrar voru þó enn hér og
þar og éljadrög við hafsbrún. Og eftir skamma stund sá
ég þá sjón, sem ég hef einna mest orðið snortinn af á æf-
inni. Mér var ómögulegt annað en að standa aðgerðalaus
og stara allt í kringum mig á meðan félagar mínir drógu
40—50 fiska. Það hafði birt með hafinu og' var einsogsól-