Jörð - 01.08.1933, Síða 102
96
MORGUNSAGA
[Jöið
Morgun-saga.
r
G R í S uppírúminu og nudda stírurnar úr augunurn,
heimskleitur, eins og milli vita. Svo verð ég há-
leitur, því að mér dettur nokkuð í hug. Klukkan er hálf-
fimm og aðeins ég einn er vaknaður. Ég klæði mig ósköp
hljóðlega og hugsa á meðan um drauminn, sem mig var
að dreyma, áður en ég vaknaöi. Ég þóttist standa á tindi
Kambfellshnjúks og gala, eins og hani á öðrum fæti.
Brátt kom ólund í mig og ég steypti mér, eins og til
sunds, austur af tindinum ofan í Timburvalladalsá.
Ég læðist fram í bæinn, loka öllum hurðum á eftir
mér og ávíta Sám, sem ætiar að fara að óskapast. Svo
loka ég hann inni og fer einn út. Veðrið er blælygnt og
hlýtt. Þunnar skýjaslæður eru á suðurhimninum og sól-
skinsbekkur er efst á vesturfjallsbrún. Smáfuglarnir
syngja. Þetta er í miðjum júní.
Nú sé ég að nokkrar rollur eru í túninu. Og bölvaðar!
Ég elti þær þegjandi langt út fyrir tún og hendi öllu, sem
ég næ lausu, á eftir þeim. Þær eru skrambi latar, en ég
vil ekki orga, því þá fer Sámur að öskrast inni og vekur
fleiri, en það vil ég ekki.
Fnjóská niðar í morgunkyrrðinni. Hún er í allmiklum
vexti enn, því að öræfafannirnir eru lengi að renna sund-
ur. Samt áræði ég nú aö baða mig í henni, — svona rétt
við landsteinana, þá er engin hætta. En ógurlega er vatn-
ið kalt; mér finnst, að vart myndi kaldara neðan við
Víti, þar sem svarkurinn jagar élin. Ég dýfi mér þrisvar
og þá er ég góður. Nú gæti ég hlaupið á fjöll.
Þegar ég geng heim túnið, iða ég allur í skinninu.
Leiftrandi blossa slær upp í arni strákskapar míns. Ég
ætla að gera lítið úr mér og fer að elta steindepils-
steggja, sem er að bústangast í kringum fjárhúsin. Hann
flögrar stuttan spöl í einu ofan eftir grjótgarðinum
sunnan við túnið, og niöur að ánni. Ég vil hrekja hann
vestur yfir vatnsfallið. En neðst á garðinum hefur hann
sig á loft og flýgur alveg upp í melbrekku, sem er ofan