Jörð - 01.08.1933, Page 103
MORGUNSAGA
97
JörðJ
við túnið. Ég' læt ekki undan og elti hann þangað, tekst
aö koma honum af stað niður eftir aftur og' í landstein-
ana, en þá þýtur hann reiður sömu leiðina og áður. í
þetta sinni flýgur hann í örvæntingu sinni inn i garðinn,
efst við túnhornið. Þar finn ég hreiðrið konunnar hans,
og verð hreykinn. Ég hefi þá samt unnið sigur.
Nú hleyp ég í einum spretti heim að bæ og halla mér
upp að vegg. En hvað náttúran er yndisleg! — Hoppandi
og hjalandi fossar bæjarlækurinn ofan fjallið, vatns-
mikill og hreintær. Niðurinn heyrist eflaust langar leið-
ir, en rennur saman við niði annara lækja, svo aö ein-
staklingaraddir verða ekki greindar sundur. Sjálfur er
ég í uppnámi af fjöri og aðdáun. Einhver þung undiralda
vaggar tilfinningum mínum í fang sólbjarmans á skýj-
unum og titrandi hjartaslög mín eru eins og dynjandi
fossaföll í fjarska.
Hvernig væri nú að fá sér höfuðbað undir bununni í
læknum? Ég svara með framkvæmd. Labba svo heim á
hlaðið til að strjúka hausinn i næði. Eitthvert bomsara-
boms heyrist þá í læknum. Þar er áreiðanlega stóreflis
bleikjusilungur, sem er að busla upp á móti stríðum
straumnum. Og í gleði minni gríp ég heljarmikinn járn-
karl, sem rís upp við skemmuþilið, reiði hann um öxl
og ræðst ofan að vatnsrennslinu, með undirdunum og
öllu tilheyrandi. Keyri ég svo járnkaríinn af kröftum
beggja handa niður í lækinn og lcemur lagið rétt framan
við trjónu silungsins, svo að bareflið stendur fast í lækj-
arfarveginum. Þeirri hinni miklu skepnu bregður hroða-
lega við þessa kveðju. Með sporðkasti og ugga-yptingi
snarsnýr hún sér við og álslöngvar sér beint ofan lækinn
aftur. En nú hleyp ég eins og vitskertur væri niður eftir
lækjarbakkanum, til að komast yfir lagaryrmlinginn.
Aldrei kemst ég samt lengra en með tærnar á sömu gráð-
una og kvikindið hefir sporðinn. Svona gengur þetta nið-
ur að ánni. Þar stingst ég á hausinn og má líða þá voða-
legu hugraun, að sjá saðning minna banhungruöu skiln-
ingarvita renna sér út í straumiðuna. Og ég vona, að ein-
7