Jörð - 01.08.1933, Page 104
98
MORGUNSAGA
[Jörð
hver góður engill kenni í brjósti um mig, þar sem ég
mæni harla vonsvikinn út á hamrama móðuna.
Ljúfur sunnanblær líður innan dalinn. Ég ligg á jörð-
inni og þefa. Gróðrarilmurinn streymir alla leiö inn í
sál mína. Hann breytist þar og verður að frækorni, sem
hlýðir sínu eðlislögmáli og skýtur rótum. Upp vex jurt,
sem heitir Ásetningur: Ég skal láta ungu bjarkirnar, sem
eru að vaxa í skóginum innan við Rauðuhlíð, kenna inér
nokkuð, sem ég hefi eklci gjörþekkt hingað til. Það er
þolgæði.------
Skyndilega bregður fyrir mig nýrri hugmynd, einni
af mörgum þeirrar tegundar, sem orsakað hafa öll mín
guð-innblásnu barnabrek. úti í túnjaðri er músarhola,
sem ég fann fyrir nokkrum dögum. Hún er í stórri þúfu,
sem ég skal rista upp.
Ég fæ mér skammorf og byrja verkið. Holugöngin eru
krókótt og senn er þúfan eins og útskorin smjörviðar-
fjöl í höndum þjóðhaga. Allt í einu sé ég allstóran hey-
bing. Hann er í hnattlöguðu bæli og svo fyrirferðarvíð-
ur, aö ég get ekki togað hann út í göngin, nema ég víkki
þau. Ég fer varlega, því að ég vil ekki láta músina bíta
mig, sé hún heima. En það bólar ekki á henni. Ég greiði
sundur binginn. Hvert í þreifandi! Sjö músarungar vella
spriklandi og iðandi út úr þessu hreiðri. Hver þeirra er
eins og fjórði hluti úr fullorðinni mús og er hausinn
þriðjungur líkamans. Þeir eru vaxnir snöggu en þéttu
og mjúku hári. Það vælir einkennilega í nefinu á þeim
og þeir bíta út í loftið, því að þeir sjá ekki enn.
Þetta var nú verra. Ég hélt, að mýsnar væru ekki
svona snemmbærar. Ætlaði aðeins að ná í það, sem eftir
kynni að vera af glerhörðum sortulyngs-mulningum. Það
hefði verið svo gaman að draga þá upp á seglgarns-
spotta og hengja sem röfu á hana ungfrú N. N., þegar
tækifæri byðist.
Heybælinu með ungunum kem ég fyrir í holunni aft-
ur, ein nákvæmlega og mér er unnt. Svo sæki ég spýtur
og klýf þær í smárimla og refti yfir göngin. Tæti síðan
torflengjurnar í örsmáar agnir og fylli þannig upp