Jörð - 01.08.1933, Page 122
108 ÞAÐ, SEM GERIST í MANNSLÍIÍAMANUM... [Jörð
Það, sem gerist í manns-
líkamanum við ræktun,
E R Þ A Ð, að endurnæring og ræsting hverrar frumu
örvast og við það vex þroskinn. Það er blóðið og rás
þess, sem miðlar endurnæringu og hefir á hendi ræst-
ingu frumvefjanna. Það fer fram með þeim hætti, er
nú skal greina:
Frumurnar hafa á hendi starf í líkamanum. Til þess
að leysa það af hendi, þurfa þær orku, sem verður að
flytjast aö, bundin í svokölluðum næringarefnum. Til
þess að leysa orku þessa úr læðingi, svo að hún verði að
hita og vinnu, þurfa næringarefnin að sameinast súrefni.
En hvorttveggja, næringarefnin og súrefnið, berst frum-
unum, sem sagt, í blóðinu.
Frumurnar slitna við starfið og þurfa því endurnýj-
unar við. Hin uppbyggjandi efni berast einnig að með
blóðinu í næringarefnum. Sömuleiðis hin svonefndu
fjörefni, sem eru óhjákvæmileg til að liðka til fyrir öll-
um þessum efnaskiftum.
Þegar fruma slitnar við starfið, þá myndast úrgangs-
efni, sem verða að berast burt umsvifalaust. Ella lamast
þróttur frumunnar meira eða minna, jafnvel svo að hún
deyi. Blóðið sér um þetta. Sama er að segja um efnin,
sem myndast við sameiningu næringarefnanna við súr-
efni, »brunann«, er framleiðir hita og vinnu. Enn getur
það komið fyrir, að eitthvað af næringarefnunum brenni
ekki, þó að komið sé í blóðið og jafnvel inn í frumu.
Verkar það þá líkt og úrgangsefni nfl. sem (seinverk-
andi) eitur. Stafa af því óhreysti og sjúkdómar. Það sem
veldur slíku mun oftast skortur á sameinandi fjörefn-
um. Líka kanske oíat. Ofát mun þó fremur leiða til of-
reynslu einhverra líffæra og óhóflegrar fitumyndunar í
líkamanum, sem aftur gerir öllum efnaskiftum ógreiðara
fyrir.
Blóðið endurnærir og ræstir þannig hverja frumu lík-