Jörð - 01.08.1933, Side 126
112
LÆKNING HJARTABILUNAR
[Jövð
Lækning hjartabilunar.
H J A R T A B I L U N, sem ekki er komin á mjög hátl
stig, mun oftast töluvert eöa jafnvel mjög viöráð-
anleg. Oftast eru það hjartalokurnar, sem skemmdar
eru, og verða þær að vísu ekki bættar sjálfar að ráði.
Hitt er það að hjartavöðvinn getur tekið að sér starf
þeirra að töluverðu leyti — vaxi hann að þrótti. Til þess
þarf sömu aðferð og við aðra vöðva: örva blóðrásina
til hans og svo hitt: að blóöið sé svo gott sem verða má.
Aðferðin til að örva blóðrásina til hjartans er hin al-
menna aðferð til að örva blóðrás líkamans: hreyfing,
áreynsla, líkamsæfingar. öll aukning hreyfingar örvar
blóðrásina yfirleitt, og nýtur hjartað þannig aö, þegar
sjálfráðum vöðvum er beitt meira en áður. Hitt er ann-
að mál, að hér verður að gæta þess af alúð að ofreyna
ekki hjartað, en á því er hin mesta hætta að öðrum kosti.
Aöferðin er þá þessi: Byrja með eindreginni hvílcl í
nokkra daga; hreyfa sig ekkert úr herbergjum sínum
eða jafnvel ekki úr rúminu eða legubekknum. Taka þá
til að ganga lítið eitt, fyrst innan húss, því næst út.
Auka gönguna mjög hægt, en þó dag frá degi. Eftir
mánuð ætti að mega ganga frjálslega en þó rólega um
nágrennið. Eftir missiri ætti maðurinn að vera fær um
langar göngur, en þó ekki hraðar. Innan árs ætti mað-
urinn að geta gengiö svo hratt og langt sem hann vill —
eða svo til. Innan tveggja ára ætti hann að geta tekið
frjálslega þátt í útileikjum.
Á ferli þessum verður aö gæta þess vandlega að nema
jafnskjótt staðar og minnstu óþæginda verður vart fyr-
ir hjartanu (brjósti, síðu, baki, herðablaði, bringspöl-
um). Hvíla sig þá rækilega og byrja ekki aftur þann
daginn, ef um leik er að ræða, og fara varlega fram-
vegis um hríð, en sækja þó að vísu á. Fara sér hægt, ef
að um göngu er að ræða, og fara sér varlegar næstu
daga, en sækja þó á.
Líkamsæfingar hægar, iðkaðar liggjandi á bakinu uppi
í rúmi, eru taldar heppilegar til að byrja meö.