Jörð - 01.08.1933, Side 128
114
LÆKNINC HJARTABILUNAR
I.Jövó
skýjunum, er bera fyrir sól sem snöggvast, eða jafnvel
þó að dimmviðri sé langvinnt. Slíkt veitir trúin í Jesú
nafni.
BERNARD SHAW1) um skólana í Englandi.
pYRIRKOMULAG uppeldis hjá okkur er öfugt; lífskoö-
unin, sem býr að baki fyrirkomulaginu er vanþroskuð. Barn,
sem gengur í venjulegan enskan skóla, hefir jafnlitlar líkur til að
öðlast sanna menntun þar, og pabbi þess hefir til að fljúga án
fyrirhafnar inn í himnaríki.... Allur fjöldi barna í þessu landi
er hnepptur í 9 ára fangelsi, sem þeim er alóeðlilegt. Þegar þau
koma út úr þessu fangelsi (skólanum), geta þau ekki einu sinni
talað sitt eigið móðurmál;2) þau lesa með ólyst og erviðismunum
og skrifa með enn meiri ólyst og' margfalt meira erviði. Venjulegt
barn, sem aldrei hefði séð skóla, myndi geta fullt svo mikið.... Þó
er árangurinn af unglingaskólum og alþýðuskólum2) enn þá at-
hugaverðari. Þeir skólar framleiða. fólk sem ekki er eingöngu
þekkingarsnautt, heldur aIgerlega óhseft til aö geta öðlazt þekkingu.
Þessir skólar hér í landi hafa framleitt andlega daufingja og fólk
siðferðislega spillt. Við tökum ekki eftir þessu, af því að við erum
því vön.... Sannleikurinn er sá, að menn eru þess nú fullvísir orðn-
ir, að skóla- og uppeldisfyrirkomulag vort er hreinasta vindhögg
og vitleysa; en þeir senda þó börnin í skólann blátt áfram til að
losna við þau af götunni. Skólinn er þannig' einskonar fangelsi...
í fangelsum eru heil söfn af bókum, sem eru alólesandi, en í
skólunum eru þó bækurnar enn þá vei-ri. Eins og fangelsin gera
menn andlega sljóa, svo gerir skólakerfi vort einnig.... Kennarar
hafa mjög léleg laun; þeir verða að vinna allt of mildð; og það
er litið á þá eins og mjög' þýðingarlitlar verur í þjóðfélaginu-í.
(xMenntamáh, des. 1931).
>ÞAÐ ER TENSILEGT* fyrir oss íslendinga að elta svona
fyrirkomulag með andagt, ef að rétt væri lýst! Skólar Englend-
inga munu að vísu taldir með hinum beztu í álfunni, — en varla
lýgur brjóstvit Bernards meira en um helming.
i) Frb. sjo (»o«-hljóðið langt). Shaw er eitthvert frægasta leik-
ritaskáld, sem nú er uppi, og talinn afburðaglöggskyggn á allar
raunverulegar veilur mannfélagsins. — 2) Það læra börnin nú
heldur ekki í skólunum hérlendis. — •1) Þessháttar skólar með
Englendingum munu ekki með lýðháskólafyrirkomulagi, heldur
llkari gagnfræðaskólum hér, Rittstj,