Jörð - 01.08.1933, Síða 129
.Jölðj
FYRIt MA RÓTA EN DAUÐROTA
llö
Fyrr má rota en dauðrota.
V É R höfum orðiö þess varir, að ýmsir telja ekki
ástæöu til að taka mark á manneldisvísindum, —
»állt sé matur, sem í magann kemur«. »Nostur« með
mat og sífelldar vangaveltur yfir máltíð um það, hvort
þetta eða hitt sé hollt, sé beinasta leiðin til að gera menn
heilsulitla, ef ekki á líkamanum, þá á sálinni. Nú skulum
vér athuga, hvað hæft sé í þessu og hvað misskilningur
eða vanþekking.
Það er rétt að »vangaveltur« yfir máltíð, hnus og rýni
er óeðlilegt og skaövænlegt. T. d. dregur slíkt úr fram-
rennsli meltingarsafanna, sem örvast mest af ánægju
yfir matnum. Aö ekki sé minnst á það, hvað þessháttar
hik og þvílíkt fer illa með sálarlífið og þar meö lífið
yfirleitt, m. a. líkamsheilsuna.
Rétta aðferðin er að leggja svo að segja ekki annað til
heimilisins en mat, sem ástæða er til að ætla, að sé ekki
sviftur upprunalegum eðliskostum, svo verulegu nemi.
Undantekningu verður aö gera með (hvítan) sykur, og
lítilsháttar með hvítt hveiti (í súpur og sumt sætabrauð;
hið síðartalda væri þó þarft að takmarka til muna).
Aftur á móti væri þá nauðsynlegt að leggja sérstaka á-
herzlu á fjörefnið B.
Þegar þannig er lagt upp í hendur húsfreyjunnar, er
hennar bara að gæta þess að skemma ekki fjörefnin til
muna í matreiðslunni, búa ekki til tormeltan mat (ncma
þá rétt til sjaldhafna), hafa matinn ljúffengan og til-
breytilegan eftir atvikum, bera hann snoturlega en tild-
urslaust fram, og gæta þess eftir föngum, að »heitur
matur« sé snarpheitur, þegar til á að taka, en þó ekki
brennheitur. Hér sker úr um manntaksmennina og hina.
Metnaðarlitlar húsfreyjur og snerpulausar láta »skærin
rata götu sína«. Hinar, sem meira er í varið, sjá oftast
einhver ráð til að framfylgja heilræðum með harðfylgi.
Þakklæti neytendanna er aðeins minni hlutinn af um-
buninni, sem lífið ætlar slíkri húsmóður. 8*