Jörð - 01.08.1933, Page 130
116 FYRR MÁ ROTA EN DAUÐROTA [Jcirð
Þegar þannig er lagt upp í hendur neytandans, á eng-
in rýni að eiga sér stað yfir borðum, þó aldrei nema
undantekningar komi fyrir. Svo bezt verður maturinn
að góðu, að hann sé þeginn áhyggjulaust meö þakkar-
gerð.
NÚ MÁ gera ráð fyrir því, að það veröi enn rengt
af sumum, að nokkur teljandi ástæða sé til aö gera þenn-
an stranga greinarmun á matarefnum, þegar leggja skal
til heimilisins. Þá menn mætti fyrst spyrja, hvaða skyn-
samlega tryggingu þeir hafi fyrir því, að sá matur sé
í rauninni tryggur til manneldis, sem mjög er velktur
orðinn í vélum eða í geymslu, eða mengaður hefir verið
annarlegum efnum, til að verja hann rotnun. Hvaða
trygging er fyrir því, að hann hafi ekki tapað hollustu-
efnum líkt og t. d. hrakið hey, sem allir kannast við, að
er ótryggt til þróttar, þó að einhlýtt geti verið til »holda«
(fitu) ? Hvaða skynsamlega tryggingu hafa menn fyrir
því, að ketið, sem náttúran framleiddi, sé jafnhollt, þeg-
ar búið er að fylla það salti eða reyk eða kryddi? Hvaða
skynsamlega ástæðu til að ætla, aö hveiti eða hrísgrjón,
sem búið er að taka verulegan, ákveðinn hlut úr (til fóð-
urbætis alidýrum!), sé jafngilt og náttúran lagði það
til eða því sem næst? Menn höfðu aldrei skynsamlega
tryggingu fyrir þessu; og nú orðið kemst enginn maður,
sem lætur svo lítið að kynna sér aögengilega málavöxtu,
hjá því að játa það sannað mál, að matarefnin eru önnur
og verri, þegar öll kurl koma til grafar, en náttúran
lagði þau til, þegar þau hafa gengið gegnum framan-
taldar umskapanir mannsins og þvílíkar.
íslendingar ættu að kannast við skyrbjúg, þó að hann
hafi, sem betur fer, ekki verið áberandi hér á landi í
nokkura áratugi. Hann stafar af of litlu af fjörefninu
C í fæðinu — og af engu öðru. Og hann læknast ekki
nema af því einu að neyta matar, sem er þrunginn af
fjörefni þessu. Haldið þér, rengjendur góðir, að ekki
geti séð á mönnum fyrr en þeir verða fárveikir? Eða